Bjarki í banastuði og fleiri flottir í kvöld

Elliði Snær Viðarsson og Bjarki Már Elísson voru báðir drjúgir …
Elliði Snær Viðarsson og Bjarki Már Elísson voru báðir drjúgir fyrir sín lið í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk­ir hand­knatt­leiks­menn létu að sér kveða víða í Evr­ópu í kvöld, meðal ann­ars í Ung­verjalandi, Sviss, Þýskalandi og Aust­ur­ríki.

Bjarki Már Elís­son er kom­inn aft­ur á fulla ferð með Vez­sprém sem vann stór­sig­ur á Györ, 44:33, í ung­versku deild­inni. Bjarki skoraði 7 mörk en Aron Pálm­ars­son lék ekki með Veszprém sem er sem fyrr á toppi deild­ar­inn­ar, tveim­ur stig­um á und­an Pick Sze­ged.

Tumi Rún­ars­son var drjúg­ur með Alpla Hard sem tryggði sér sæti í undanúr­slit­um aust­ur­ríska bik­ars­ins með heima­sigri á Aon Fivers, 37:31. Tumi skoraði sex mörk í leikn­um en Hann­es Jón Jóns­son þjálf­ar lið Alpla Hard.

Elliði Snær Viðars­son skoraði fimm mörk fyr­ir Gum­mers­bach í útisigri gegn Erlangen í þýsku 1. deild­inni, 31:24. Viggó Kristjáns­son skoraði fjög­ur mörk fyr­ir Erlangen. Teit­ur Örn Ein­ars­son lék ekki með Gum­mers­bach vegna meiðsla en liðið, und­ir stjórn Guðjóns Vals Sig­urðsson­ar, er í sjö­unda sæti deild­ar­inn­ar.

Óðinn Þór Rík­h­arðsson skoraði sex mörk fyr­ir Kadetten sem vann Pfa­di Win­terth­ur, 34:30, á úti­velli í sviss­nesku A-deild­inni. Kadetten er með yf­ir­burðafor­ystu og er þrett­án stig­um á und­an næsta liði í deild­inni.

Vikt­or Gísli Hall­gríms­son var á ný í marki Wisla Plock, eft­ir fjar­veru vegna meiðsla, þegar liðið vann stór­sig­ur á Kalisz, 37:21, á úti­velli í pólsku úr­vals­deild­inni. Wisla og Kielce eru langefst í deild­inni, bæði með 23 sigra í 24 leikj­um þegar tveim­ur um­ferðum er ólokið.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert