Hef bullandi trú á að við náum því

Geir Guðmundsson með boltann í leiknum gegn Izvidac á Ásvöllum …
Geir Guðmundsson með boltann í leiknum gegn Izvidac á Ásvöllum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Hauk­ar unnu þriggja marka sig­ur á bosn­íska liðinu Izvi­dac 30:27 á Ásvöll­um í dag. Var þetta fyrri leik­ur liðanna í 8 liða úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars­ins í hand­bolta.

Það bíður því erfitt verk­efni fyr­ir Hauka að verja for­skotið í Bosn­íu eft­ir viku. Ásgeir Örn Hall­gríms­son þjálf­ari Hauka hafði þó fulla trú á að það tak­ist þegar mbl.is ræddi við hann strax eft­ir leik.

„Fyrst og fremst er ég ánægður með sig­ur­inn og ég er ánægður að mestu með frammistöðuna og margt í okk­ar leik. Ég viður­kenni þó að þegar við náum 5 marka for­skoti þá vor­um við í stöðu sem ég hefði viljað nýta bet­ur en miðað við þróun leiks­ins held ég að við get­um bara verið sátt­ir.

Við vor­um að spila við hörkulið. Þetta eru stór­ar og þung­ar skytt­ur sem kunna að dúndra á markið og taktískt voru þeir mjög klók­ir. Þeir spila lang­ar sókn­ir og enda þær alltaf með al­vöru skot­um. Al­vöru lið."

Nú er slétt vika í að þið leikið aft­ur gegn þeim í Bosn­íu. Dug­ar þriggja marka for­skot til að kom­ast í undanúr­slit í Bosn­íu?

„Já ég held það. Ef við náum aft­ur upp góðri stemmn­ingu í liðinu og góðum leik þá held ég að við get­um al­veg sjokk­erað þá. Við eig­um fullt er­indi í undanúr­slit­in og ég hef bara bullandi trú á því að við náum því."

Svona strax eft­ir leik. Hvað finnst þér að þínir leik­menn þurfi að laga gegn þeim áður en þið mætið þeim í Bosn­íu öðru sinni?

„Ég held við þurf­um aðal­ega að stoppa þessi þungu mörk sem þeir voru að skora þegar hönd­in var kom­in upp og þeir komn­ir í klemmu. Þeim tekst að skora of mörg svo­leiðis mörk. Síðan væri þurf­um við að ná markvörsl­unni góðri í 60 mín­út­ur. Hún var frá­bær í fyrri hálfleik en datt aðeins niður í seinni.

Að lok­um vor­um við kannski aðeins of hökt­andi sókn­ar­lega síðasta kort­erið. Ef við lög­um þetta þá held ég að við get­um al­veg kom­ist áfram í undanúr­slit­in," sagði Ásgeir Örn í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert