„Bara takk!“

Ásbjörn Friðriksson brýst í gegn í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson brýst í gegn í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Þetta er frá­bær til­finn­ing. Fyrri hálfleik­ur var frá­bær og við kláruðum þetta í seinni. Það var kannski óþarfi að slaka svona mikið á og vinna bara með fjór­um,“ sagði Ásbjörn Friðriks­son leikmaður FH spurður út í þá til­finn­ingu að vera deild­ar­meist­ari í hand­knatt­leik annað árið í röð.

FH liðið spilaði oft á tíðum frá­bær­lega gegn ÍR í Kaplakrika í kvöld og komst tvisvar sinn­um 10 mörk­um yfir í leikn­um. Spurður nán­ar út í leik­inn sagði Ásbjörn þetta:

„Við átt­um að vinna þetta með 7-8 mörk­um en þeir gerðu okk­ur erfitt fyr­ir þegar við ætluðum að fara láta þetta bara rúlla hjá okk­ur. Við vor­um með sama upp­legg og hef­ur reynst okk­ur vel í vet­ur sem er að bera virðingu fyr­ir varn­ar­leikn­um okk­ar, spila góða vörn.

Við náðum að halda okk­ur full­mannaðir í vörn­inni og feng­um eng­ar tvær mín­út­ur í leikn­um. Hraðaupp­hlaup­in okk­ar kaf­færðu þá síðan þegar við erum að keyra fram úr þeim. Síðan slútt­um við sókn­un­um okk­ar vel og alltaf með skoti. Erum fljót­ir í vörn.

Síðan erum við kannski full værukær­ir þegar við erum komn­ir 10 mörk­um yfir í seinni hálfleik en þetta er bara geggjað að fá fullt af fólki í húsið og spila leik sem við urðum að vinna og með bik­ar­inn á okk­ar heima­velli.

Við þurft­um að vinna síðustu 6 leik­ina í deild­inni til að verða deild­ar­meist­ar­ar. Val­ur og Fram veittu okk­ur svo sann­ar­lega harða sam­keppni og okk­ur tókst þetta. Ég er bara hrika­lega stolt­ur af því að við tók­um síðustu 6 leik­ina.“

Þetta hlýt­ur að vera sér­lega sætt í ljósi þess að það voru að heyr­ast radd­ir um að FH væri farið að gefa eft­ir og ætti litla mögu­leika á að ná ár­angri eft­ir ára­mót. Hvað hef­ur þú að segja við þess­ar radd­ir?

„Bara takk! Ég skil þá samt al­veg. Við feng­um nýj­an leik­mann eft­ir ára­mót og misst­um Ingvar út og Gústa líka sem kom síðan aft­ur inn. Við viss­um al­veg að þetta myndi þétt­ast hjá okk­ur þegar við fengj­um leik­menn­ina okk­ar nokkuð heila aft­ur. Þá gekk okk­ur vel. Spá­menn­irn­ir eru bara að dæma út frá því sem þeir hafa séð.

Núna er bara næsta keppni og við erum bún­ir að vera að slípa okk­ur til eft­ir ára­mót ef við ætl­um okk­ur ein­hverja hluti í úr­slita­keppn­inni,“ sagði Ásmund­ur eða Fóget­inn eins og hann er oft kallaður hér í Hafnar­f­irði í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert