Handboltanum til heilla að fækka stórmótum

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta fagna eftir sigur gegn Grikklandi …
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta fagna eftir sigur gegn Grikklandi á dögunum. mbl.is/Hákon Pálsson

Ný­kjör­inn formaður Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands setti allt á hliðina á dög­un­um, inn­an hand­bolta­sam­fé­lags­ins í það minnsta, í jóm­frú­ræðu sinni á ársþingi KKÍ sem fram fór á Grand hót­eli í Reykja­vík 15. mars. 

Formaður­inn rifjaði upp rúm­lega 30 ára gamla sögu frá því hann starfaði sem fram­kvæmda­stjóri KKÍ og ég end­ur­tek; 30 ára gamla sögu. Hand­bolti var ekki á þeim stað sem hann er á í dag fyr­ir þrjá­tíu árum. Það ætti öll­um að vera ljóst, sér­stak­lega þeim sem starfa eða hafa starfað til fjölda ára inn­an hand­bolta­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Kári Árna­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður í fót­bolta, hafði reynd­ar aðeins minnst á stór­mót í hand­bolta í öðru sam­hengi nokkr­um dög­um áður sem fór held­ur ekki vel í hand­bolta­sam­fé­lagið. Yfir öllu má nú samt móðgast.

Ég tek það fram að ís­lenska karla­landsliðið í hand­bolta er mitt upp­á­halds­lands­lið og ég hef verið ófeim­inn við að segja það. Það lit­ast af stóru leyti að því að ég held mikið upp á leik­menn liðsins, enda allt frá­bær­ir gaur­ar.

Kári Árna­son er ekki eini maður­inn sem hef­ur bent á að mögu­lega sé stór­mót­um í hand­bolta ofaukið. Guðjón Val­ur Sig­urðsson, sem spilaði nú einn eða tvo lands­leiki fyr­ir Ísland að mig minn­ir, minnt­ist sjálf­ur á þetta þegar hann var fyr­irliði landsliðsins.

Væri ekki miklu meiri sjarmi yfir stór­mót­um í hand­bolta ef þau væru annað hvert ár í staðinn fyr­ir hvert ein­asta ár? Það myndi ef­laust lengja líf­tíma leik­mann­anna líka í íþrótt­inni. Hand­bolt­inn er miklu vin­sælli í dag en hér á árum áður og hann þarf ekki leng­ur eitt stór­mót á ári til þess að halda uppi ein­hverj­um vin­sæld­um.

Það má al­veg fara að end­ur­skoða þetta móta­fyr­ir­komu­lag. Það væri bæði íþrótt­inni og þeim sem stunda hana til mik­illa heilla.

Bakvörðinn má einnig sjá á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert