Erum ótrúlega spenntar

Elín Rósa Magnúsdóttir og Thea Imani Sturludóttir fagna sigri á …
Elín Rósa Magnúsdóttir og Thea Imani Sturludóttir fagna sigri á Málaga. mbl.is/Hákon

„Við erum ótrú­lega spennt­ar og til­bún­ar að tak­ast á við þetta,“ sagði Elín Rósa Magnús­dótt­ir, landsliðskon­an í liði Vals, í sam­tali við mbl.is.

Val­ur mæt­ir slóvakís­ka liðinu Michalovce í seinni leik liðanna í undanúr­slit­um Evr­ópu­bik­ars kvenna í hand­bolta á Hlíðar­enda á sunnu­dag klukk­an 17.30. Val­ur tapaði fyrri leikn­um á úti­velli, 25:23, og verður því að vinna upp tveggja marka for­skot til að fara áfram.

„Mögu­leik­arn­ir eru mjög flott­ir. Við vor­um aðeins að finna okk­ur í fyrri hálfleikn­um í fyrri leikn­um. Við lend­um sjö mörk­um und­ir og það fór orka og tími í að vinna það upp. Ef við byrj­um vel eru mögu­leik­arn­ir tals­verðir,“ sagði Elín.

Slóvakís­ka liðið komst sjö mörk­um yfir í upp­hafi seinni hálfleiks en þá tók við glæsi­leg­ur kafli Valsliðsins, sem jafnaði þegar skammt var eft­ir.

„Svona ein­vígi eru fjór­ir hálfleik­ar og það var bara einn fjórði bú­inn. Við hugsuðum það þannig og sett­um í næsta gír. Sjö mörk er ekki mik­ill mun­ur þegar það er einn og hálf­ur leik­ur eft­ir,“ sagði hún.

Spenn­andi verk­efni fram und­an

Val­ur hef­ur farið erfiða leið í keppn­inni til þessa og m.a. unnið Spán­ar­meist­ar­ana fræa 2023 í Málaga. Michalovce er þó sterk­asta liðið til þessa.

„Þær eru með marga mjög góða leik­menn. Þetta er jafnt lið, með góða leik­menn í öll­um stöðum. Þetta er besta liðið hingað til og við meg­um ekk­ert slaka á.“

Elín geng­ur í raðir þýska fé­lags­ins Blom­berg-Lippe eft­ir tíma­bilið og er því að leika sína síðustu leiki fyr­ir ís­lenskt fé­lagslið, í bili hið minnsta.

„Maður tek­ur einn leik í einu þótt það séu mörg spenn­andi verk­efni fram und­an. Við náðum í einn titil á fimmtu­dag og nú eru tveir eft­ir. Maður verður samt að halda sér niðri á jörðinni,“ sagði Elín.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka