Fórna tíma með börnunum

Hildigunnur Einarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Val­ur mæt­ir slóvakís­ka liðinu Michalovce í seinni leik liðanna í undanúr­slit­um Evr­ópu­bik­ars kvenna í hand­bolta á Hlíðar­enda á morg­un klukk­an 17.30. Val­ur þarf að vinna upp tveggja marka for­skot til að fara í úr­slit, því slóvakís­ka liðið vann 25:23-heima­sig­ur í fyrri leikn­um.

Liðsmenn Vals hafa fært mikl­ar fórn­ir til að láta Evr­ópuæv­in­týrið ganga upp, því það er bæði tíma­frekt og kostnaðarsamt.

„Það eru all­ir með hand­bolt­ann núm­er eitt hjá sér í vet­ur og það hef­ur gengið vel, líka í Evr­ópu. Það fer mjög mik­ill tími í hand­bolt­ann núna. Það er mikið af æf­ing­um, fund­um og leikj­um og lítið um frí.

Mömm­urn­ar fórna tíma með börn­un­um og fólk þarf að breyta vinn­unni sinni fyr­ir þetta en það eru all­ir til­bún­ir að leggja hönd á plóg og láta þetta ganga upp. Það eru all­ir til­bún­ir að færa fórn­ir til að ná ár­angri í vet­ur,“ sagði línu­kon­an reynslu­mikla Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir við Morg­un­blaðið.

Hildigunn­ur starfar hjá Lög­regl­unni á Suður­nesj­um meðfram því að spila hand­bolta. Hún var lítið sof­in á meðan á viðtal­inu stóð og hef­ur ósjald­an mætt lítið sof­in í stóra leiki.

„Það er best að gleyma sér í því sem maður er að gera. Þá get­ur maður gleymt næt­ur­vökt­un­um og þreyt­unni. Þegar maður lif­ir í nú­inu og nýt­ur þess þá gleym­ist allt annað. Þú skil­ur allt eft­ir utan vall­ar á meðan þú ert inni á vell­in­um. Það hug­ar­far hef­ur virkað fyr­ir mig þegar ég spila leiki stuttu eft­ir næt­ur­vakt­ir,“ sagði Hildigunn­ur.

Ítar­legt viðtal við Hildigunni má sjá á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka