Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka var meyr þegar mbl.is náði af honum tali strax eftir tap Hauka fyrir Fram, 28:25, í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld.
Þetta var síðasti leikur Arons Rafns á ferlinum en Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins og mætir FH.
mbl.is spurði hann að því hvað hafi kostað Hauka oddaleik gegn Fram.
„Þeir þorðu að vinna þennan leik en ekki við. Við förum með gríðarlegt magn af dauðafærum á ögurstundu þegar við getum komist inn í leikinn og náð forystu. Það er það sem skilur á milli í dag.“
Áttu einhverja skýringu á því af hverju Haukum tókst aldrei að ná yfirhöndinni í seinni hálfleik þrátt fyrir ítrekuð tækifæri til þess?
„Örugglega bara blanda af stressi og taugaveiklun. Þetta er líka bara sagan okkar í vetur. Þegar við erum í jöfnum leikjum þá höktum við á svona tímapunktum. Ég gæti nefnt fullt af slíkum leikjum. Við höfum bara ekki þetta killer instinct til að klára leikinn.“
Haukar eru komnir í sumarfrí og ljóst að það verða breytingar í þjálfaramálum hjá liðinu. Hvernig verður með markvarðarstöðuna? Verða breytingar þar?
„Já, ég er hættur og það verður nýr aðalmarkvörður hjá Haukum í haust.“
Ef þú gerir upp ferilinn, ertu sáttur við hann?
„Já, ég var 9 ár erlendis. Markmiðið var samt að koma heim og skila titli á mínum heimavelli hér á Ásvöllum. Það verða bara aðrir að gera það en heilt yfir er ég mjög sáttur.“
Ætlarðu að starfa áfram í kringum handboltann?
„Ég starfa í dag á skrifstofu Hauka og mun halda því áfram. Síðan geri ég ráð fyrir því að koma inn í teymið með Gunnari Magnússyni og þeim sem mun aðstoða hann. Þannig að ég verð líklega ekki langt frá vellinum þó að ég verði ekki inni á honum,“ sagði Aron Rafn í samtali við mbl.is.
Við þökkum Aroni Rafni að sjálfsögðu fyrir frábærar stundir á handboltavellinum og óskum honum góðs gengis í nýjum verkefnum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |