Aron Rafn: „Ég er hættur"

Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka var meyr þegar mbl.is náði af hon­um tali strax eft­ir tap Hauka fyr­ir Fram, 28:25, í átta liða úr­slit­um Íslands­móts­ins í hand­bolta í Úlfarsár­dal í kvöld.

Þetta var síðasti leik­ur Arons Rafns á ferl­in­um en Fram er komið í undanúr­slit Íslands­móts­ins og mæt­ir FH.

mbl.is spurði hann að því hvað hafi kostað Hauka odda­leik gegn Fram.

„Þeir þorðu að vinna þenn­an leik en ekki við. Við för­um með gríðarlegt magn af dauðafær­um á ög­ur­stundu þegar við get­um kom­ist inn í leik­inn og náð for­ystu. Það er það sem skil­ur á milli í dag.“

Saga okk­ar í vet­ur

Áttu ein­hverja skýr­ingu á því af hverju Hauk­um tókst aldrei að ná yf­ir­hönd­inni í seinni hálfleik þrátt fyr­ir ít­rekuð tæki­færi til þess?

„Örugg­lega bara blanda af stressi og tauga­veiklun. Þetta er líka bara sag­an okk­ar í vet­ur. Þegar við erum í jöfn­um leikj­um þá hökt­um við á svona tíma­punkt­um. Ég gæti nefnt fullt af slík­um leikj­um. Við höf­um bara ekki þetta killer inst­inct til að klára leik­inn.“

Hauk­ar eru komn­ir í sum­ar­frí og ljóst að það verða breyt­ing­ar í þjálf­ara­mál­um hjá liðinu. Hvernig verður með markv­arðar­stöðuna? Verða breyt­ing­ar þar?

„Já, ég er hætt­ur og það verður nýr aðal­markvörður hjá Hauk­um í haust.“

Verður ekki langt frá vell­in­um

Ef þú ger­ir upp fer­il­inn, ertu sátt­ur við hann?

„Já, ég var 9 ár er­lend­is. Mark­miðið var samt að koma heim og skila titli á mín­um heima­velli hér á Ásvöll­um. Það verða bara aðrir að gera það en heilt yfir er ég mjög sátt­ur.“

Ætlarðu að starfa áfram í kring­um hand­bolt­ann?

„Ég starfa í dag á skrif­stofu Hauka og mun halda því áfram. Síðan geri ég ráð fyr­ir því að koma inn í teymið með Gunn­ari Magnús­syni og þeim sem mun aðstoða hann. Þannig að ég verð lík­lega ekki langt frá vell­in­um þó að ég verði ekki inni á hon­um,“ sagði Aron Rafn í sam­tali við mbl.is.

Við þökk­um Aroni Rafni að sjálf­sögðu fyr­ir frá­bær­ar stund­ir á hand­bolta­vell­in­um og ósk­um hon­um góðs geng­is í nýj­um verk­efn­um.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert