Arion fékk Feldman-styttu og FEIF bikar

Arion ásamt ræktendum sínum, Ársæli og Ragnheiði Hrund.
Arion ásamt ræktendum sínum, Ársæli og Ragnheiði Hrund. Styrmir Kári

Feldman-styttuna hlaut Arion frá Eystra-Fróðholti sem efsti fimm vetra stóðhestur LM2012. Arion er undan Sæ frá Bakkakoti og Glettu frá Bakkakoti. Arion hefur hlotið 8,67 í aðaleinkunn, þar af 8,94 fyrir hæfileika og 8,26 fyrir sköpulag. Alsystir hans Spá frá Eystra-Fróðholti stendur efst í flokki sex vetra hryssna á Landsmóti í ár.

Arion hlaut einnig Farandbikar FEIF sem hæst dæmda kynbótahross Landsmóts.

Það voru Ársæll Jónsson í Eystra-Fróðholti og dóttir hans Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir sem veittu verðlaununum viðtöku.

Annar Sæssonur, Sjóður frá Kirkjubæ, stendur annar í flokki fimm vetra stóðhesta. Móðir hans er Þyrnirós frá Kirkjubæ, Hróðsdóttir frá Refsstðum. Sjóður hefur hlotið 8,60 í aðaleinkunn, þar af 8,88 fyrir hæfileika og 8,16 fyrir sköpulag.

Þriðji er Eldur frá Torfunesi undan Mátti frá Torfunesi og Eldingu frá Torfunesi. Hann hefur hlotið í aðaleinkunn 8,39, fyrir hæfileika 8,25 og fyrir sköpulag 8,61.

Fjórði er Krapi frá Selfossi, undan Spóa frá Hrólfsstaðarhelli og Hélu frá Efri-Hömrum. Aðaleinkunn hans er 8,39, þar af 8,58 fyrir hæfileika og 8,09 fyrir sköpulag.

Fimmti er Hrókur frá Efsta-Dal II undan Hróð frá Refsstöðum og Von frá Laugarvatni. Hann hefur hlotið 8,39 í aðaleinkunn, þar af 8,24 fyrir hæfileika og 8,61 fyrir sköpulag.

Sjötti er Strokkur frá Syðri-Gegnishólum. Hann er undan Orra frá Þúfu og Grýlu frá Stangarholti. Hann hefur hlotið fyrir sköpulag 8,06, fyrir hæfileika 8,56 og í aðaleinkunn 8,36.

Sjöundi er Vaðall frá Akranesi undan Aðal frá Nýjabæ og Þræsingu frá Garðabæ. Hann hefur hlotið 8,35 í aðaleinkunn, þar af 8,42 fyrir hæfileika og 8,24 fyrir sköpulag.

Skýr frá Skálakoti er áttundi. Hann er undan Sólon frá Skáney og Vök frá Skálakoti. Hann hefur hlotið 8,45 fyrir sköpulag og 8,28 fyrir hæfileika sem gerir 8,35 í aðaleinkunn.

Níundi er Jarl frá Árbæjarhjáleigu II undan Stála frá Kjarri og Eldingu frá Árbæjarhjáleigu II. Hann hefur hlotið í aðaleinkunn 8,34, þar af 8,33 fyrir hæfileika og 8,36 fyrir sköpulag.

Tíundi er Arnviður frá Hveragerði. Hann er undan Stála frá Kjarri og Hrafntinnu frá Hveragerði. Í aðaleinkunn hefur hann hlotið 8,30, þar af 8,34 fyrir hæfileika og 8,24 fyrir sköpulag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert