Hross flutt út fyrir 360 milljónir

Talsverður hrossaútflutningur er frá landinu. Hér er Álfur frá Selfossi …
Talsverður hrossaútflutningur er frá landinu. Hér er Álfur frá Selfossi ásamt eiganda sínum, en Álfur flyst til Noregs í haust. mbl.is/Styrmir Kári

Andvirði útfluttra hrossa á fyrstu fimm mánuðum ársins er um 360 milljónir króna. Þar af er andvirði kynbótahrossa rúmar 250 milljónir, andvirði annarra reiðhrossa rúmar 90 milljónir og andvirði annarra hrossa um 14 milljónir. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands.

Í janúar voru flutt út hross fyrir tæpar 84 milljónir króna, i febrúar fyrir tæpar 86 milljónir króna, i mars fyrir tæpar 100 milljónir króna, í apríl fyrir 66 milljónir og í maí fyrir 24 milljónir króna.

Tölur fyrir júní og júlí liggja ekki fyrir en búast má við að einhver aukning verði, sér í lagi í júlí í kjölfar Landsmótsins, en hrossabændur hafa margir haft opin hús fyrir erlenda gesti eftir LM2012 og hafa sumir látið vel af hrossasölu í kjölfar mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert