Hrafn hættir hjá KR

Hrafn Kristjánsson
Hrafn Kristjánsson mbl.is/hag

Hrafn Kristjáns­son mun ekki stýra karlaliði KR í Dom­in­os-deild­inni í körfuknatt­leik á næsta keppn­is­tíma­bili. Samn­ingaviðræðum hans og fé­lags­ins hef­ur verið slitið eft­ir því sem fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­um frá körfuknatt­leiks­deild KR og Hrafni sjálf­um.

KR-ing­ar leita nú að nýj­um þjálf­ara en af yf­ir­lýs­ingu Hrafns má draga þá álykt­un að hann hafi átt frum­kvæðið að því að slíta viðræðunum og ein­beita sér að starfi á öðrum vett­vangi. Hann mun áfram verða fé­lag­inu inn­an hand­ar sem ein­hvers kon­ar ráðgjafi. 

Yf­ir­lýs­ing KR:

„Körfuknatt­leiks­deild KR og Hrafn Kristjáns­son hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að slíta samn­ingaviðræðum varðandi end­ur­nýj­un samn­ings Hrafns við deild­ina fyr­ir kom­andi keppn­is­tíma­bil og mun hann því ekki sjá um þjálf­un meist­ara­flokks karla næstu leiktíð. Hrafn tók við báðum meist­ara­flokksliðum fé­lags­ins sum­arið 2010 og náði frá­bær­um ár­angri á sínu fyrsta ári hjá fé­lag­inu þegar hann vann Íslands-, Bik­ar- og Reykja­vík­ur­meist­ara­titil með meist­ara­flokki karla ásamt því að ná öðru sæti í Lengju­bik­arn­um. Sama tíma­bil varð meist­ara­flokk­ur kvenna silf­urlið bæði í Powera­de- og Lengju­bik­arn­um auk þess að verða Meist­ari meist­ar­anna. Tíma­bilið 2011-2012 sinnti Hrafn þjálf­un meist­ara­flokks og ung­linga­flokks karla. Meist­ara­flokk­ur fé­lags­ins endaði í öðru sæti Ice­land Express deild­ar og féll úr leik í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins og Powera­debik­ars­ins á meðan ung­linga­flokk­ur­inn tryggði sér bæði Íslands- og bikar­meist­ara­titil­inn.

Stjórn Körfuknatt­leiks­deild­ar þakk­ar Hrafni inni­lega vel unn­in störf, ósk­ar velfarnaðar og sér eft­ir kröft­um hans. Ákvörðunin er tek­in í sátt og mun Hrafn í kjöl­farið vera í ráðgef­andi hlut­verki við stjórn deild­ar­inn­ar. Stjórn körfuknatt­leiks­deild­ar KR mun í fram­haldi hefja vinnu við ráðningu þjálf­ara og er áætlað að þeirri fram­kvæmd ljúki fyr­ir 1. ág­úst.

F.h. stjórn­ar

Böðvar Eggert Guðjóns­son

Formaður KKD KR“

Yf­ir­lýs­ing Hrafns:

„Að sinna stöðu aðalþjálf­ara meist­ara­flokksliðs KR er að mínu viti stærsta og mik­il­væg­asta starf sem maður get­ur unnið í körfu­bolt­an­um hér­lend­is. Það er hlut­verk sem maður tek­ur ekki að sér nema sjá sér fært að sinna því af þeim metnaði og ein­beit­ingu sem það starf á skilið. Þegar ég og stjórn deild­ar­inn­ar sett­umst aft­ur niður til viðræðna í byrj­un júlí eft­ir sum­ar­frí var ljóst að mín­ar aðstæður og for­send­ur höfðu breyst tölu­vert frá því í lok síðasta tíma­bils. Ég er ný­kom­inn í nýtt og áhuga­vert starf sem ég hef sömu­leiðis metnað fyr­ir og þarfn­ast at­hygli minn­ar. Það var eðli­legt að þær breyttu for­send­ur spiliðu inn í þegar lagst var yfir fram­haldið.

Það er margt sem bær­ist í manni þegar ákvörðun sem þessi er tek­in en efst er mér eðli­lega í huga þakk­læti fyr­ir árin tvö sem að baki eru. Palli og Böddi komu flest­um á óvart, mér meðtöld­um, þegar þeir gáfu mér tæki­færið á að ganga í þetta drauma­hlut­verk og í KR hef ég upp­lifað stærstu stund­irn­ar á þjálf­ara­ferl­in­um hingað til. Erfiðast er að sleppa hend­inni af drengj­un­um sem skipa að mínu mati skemmti­leg­asta og mest spenn­andi leik­manna­hóp á land­inu í aðdrag­anda kom­andi tíma­bils. Ég mun auðvitað hafa sam­band við leik­menn hvern og einn per­sónu­lega en vil samt nýta tæki­færið hér og þakka þeim inni­lega sam­starfið.

Ég verð stjórn­inni inn­an hand­ar varðandi mál­efni meist­ara­flokksliðsins í fram­hald­inu og sé svo til hvað við tek­ur í vet­ur. Eft­ir 11 ára sam­fellt starf sem aðalþjálf­ari í meist­ara­flokki er sjálfsagt ágætt að breyta aðeins um takt, sinna ann­ars kon­ar verk­efn­um, bæta við sig þekk­ingu í fræðunum o.s.frv. Það er aldrei að vita nema maður taki svo að sér eitt­hvað ann­ars kon­ar hlut­verk í þjálf­un­inni í vet­ur, maður losn­ar aldrei end­an­lega við þessa bakt­eríu sýn­ist mér.

Að lok­um vil ég þakka þeim sem öllu máli skipta, KR-ing­um í stúk­unni og starfs­fólki fé­lags­ins, fyr­ir árin tvö.

ÁFRAM KR!“

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert