Keppt á Selfossi á morgun

Keppt verður á Selfossi á morgun.
Keppt verður á Selfossi á morgun.

Skeiðmót Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum fer fram á morgun, laugardag 14. mars, á Brávöllum á Selfossi. Skeiðfélagið mun sjá um mótið sem hefst klukkan 13 og verður frítt inn. 

Keppt verður í gæðingaskeiði og 150 m skeiði. Það var Jóhann Kristinn Ragnarsson sem vann gæðingaskeiðið í fyrra en hann keppti þá sem villiköttur fyrir hönd Hestvits/Árbakka.

Í ár er hann í liðinu og því gaman að sjá hvort hann nær að verja titilinn. 150 m skeiðið var æsispennandi og réðust úrslit á síðasta spretti en þar háðu þeir Hans Þór Hilmarsson og Konráð Valur Sveinsson einvígi og fór svo að Hans sigraði með örlitlum mun.

Það verður spennandi að sjá hvernig leikar fara en á þessu móti safnast mörg stig og oftar en ekki verða hrókeringar í bæði liða- og einstaklingskeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert