Sá efsti með næstum níu í einkunn

Ungir knapar sýndu listir sínar í barnaflokki í morgun.
Ungir knapar sýndu listir sínar í barnaflokki í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forkeppni í barnaflokki á Landsmóti hestamanna lauk um hádegi í dag og er Elimar Elvarsson efstur í milliriðli á hryssunni Sölku frá Hólateigi með 8,98 í einkunn.

Á hælum Elimars eru Viktoría Huld Hannesdóttir og stóðhesturinn Þinur frá Enni með 8,97 í einkunn og þriðja er Linda Guðbjörg Friðriksdóttir á stóðhestinum Sjóði frá Kirkjubæ með 8,82 í einkunn.

Alls voru 89 knapar skráðir til leiks en efstu 30 í forkeppni fá sæti í milliriðli sem fer fram á miðvikudag klukkan 11.

Þríeyki á leið á völlinn.
Þríeyki á leið á völlinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi í brekkunni

Gestir létu kuldann ekki hræða sig úr brekkunni í Víðidal en nokkur fjöldi var mættur á svæðið eldsnemma í morgun til að fylgjast með efnilegu knöpunum á brautinni.

Áhorfendur láta fara vel um sig í brekkunni.
Áhorfendur láta fara vel um sig í brekkunni. mbl.is/Kristinn Magnússon


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka