Gæðingaveisla í rigningunni

Þrátt fyrir spennu á vellinum hafði það ekki áhrif á …
Þrátt fyrir spennu á vellinum hafði það ekki áhrif á blóðþrýsting allra áhorfenda. mbl.is/Árni Sæberg

Nú hefur annar dagur í hestaveislu á Landsmóti hestamanna í Víðidal tekið enda og urðu mótsgestir ekki fyrir vonbrigðum.

Unglingarnir opnuðu daginn með forkeppni í unglingaflokki gæðinga. Þar stendur Ída Mekkín Hlynsdóttir efst á Marín frá Lækjarbrekku 2 með 8,79 í einkunn.

A-flokkurinn tók sviðið

Áhorfendur í brekkunni á Hvammsvelli fengu að njóta fremstu alhliða gæðinga landsins langt fram á kvöld. Forkeppni í a-flokki fór langt umfram væntingar mótsgesta og stefnir í spennuþrungna baráttu um toppsætið.

Mikill fjöldi var í brekkunni í dag að fylgjast með …
Mikill fjöldi var í brekkunni í dag að fylgjast með fremstu gæðingum landsins. mbl.is/Árni Sæberg

Ofurkappinn Árni Björn Pálsson fer með forystuna inn í milliriðilinn með hvorki meira né minna en 9,07 í einkunn á gæðings hryssunni Álfamær frá Prestsbæ. Árni tók einnig þriðja sætið á hestinum Seðli frá Árbæ.

Í öðru sæti með níu slétta er hún Eyrún Ýr Pálsdóttir á Leyni frá Garðshorni á Þelamörk.

Árni Björn og Álfamær flugu í efsta sætið.
Árni Björn og Álfamær flugu í efsta sætið. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert