Yngri kynslóðir skína

Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka skinu á brautinni …
Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka skinu á brautinni í dag. Ljósmynd/Jón Björnsson

Ungir knapar einkenndu þriðja dag landsmóts, en í dag fóru fram milliriðlar í barnaflokki og b-flokki ungmenna.

Vendingar urðu í milliriðli b-flokks ungmenna en Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka leiða í a-úrslit með 8,75 í einkunn. Í öðru sæti er Guðný Dís Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ 2 og þriðja er Lilja Dögg Ágústsdóttir á Döggin frá Eystra-Fróðholti.

Ungar stjörnur hrífa

Ein mest spennandi grein mótsins til þessa hefur verið barnaflokkurinn. Ungir knapar á aldrinum 10 til 13 ára riðu til dáða á brautinni og heilluðu mótsgesti í brekkunni.

Í efstu sætum eru ungir félagsmenn hestamannafélagsins Geysis en þau halda áfram baráttu sinni um fyrsta sætið. Efst er Linda Björg Friðriksdóttir á heiðurshestinum Sjóð frá Kirkjubæ með 8,85 í einkunn. Önnur á eftir henni er Viktoría Huld Hannesdóttir á Þin frá Enni og þriðji er Elimar Elvarsson á Sölku frá Hólateigi.

Af sjö knöpum sem tryggðu sér sæti í a-úrslitum eru fimm knapar úr hestamannafélaginu Geysi, ljóst er framtíð hestamannafélagsins Geysi skín skært.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert