Konráð með þrennu

Konráð Valur Sveinsson á hinum leiftursnögga Kastor frá Garðshorni á …
Konráð Valur Sveinsson á hinum leiftursnögga Kastor frá Garðshorni á Þelamörk. Ljósmynd/Jón Björnsson

Konráð Valur Sveinsson er landsmótssigurvegari í 250, 150 og 100 metra skeiði.

250 og 100 metra skeiðið sigraði hann á hestinum Kastor frá Garðshorni á Þelamörk á 21,50 og 7,45 sekúndum. Konráð sigraði 150 metra skeiðið á hinum eldsnögga Kjarki frá Árbæjarhjáleigu 2 á 13,75 sekúndum, en þeir enduðu líka þriðjir í 100 metra skeiði.

Konráð Valur Sveinsson á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II.
Konráð Valur Sveinsson á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II. Ljósmynd/Jón Björnsson

Spennandi A-úrslit á morgun

Í gærkvöldi og í dag var keppt í B-úrslitum í barna-, unglinga-, ungmenna-, B- og A-flokki og tölti. Nú er ljóst hvaða knapar unnu sér sæti upp í A-úrslit í kvöld og á morgun.

Töltið sigraði Gústaf Ásgeir Hinriksson á Össu frá Miðhúsum og tryggðu þau sér sæti í A-úrslit í kvöld.

Barna-, unglinga- og ungmennaflokk sigruðu Una Björt Valgarðsdóttir, Svandís Aitken Sævarsdóttir og Matthías Sigurðsson.

B-flokk sigraði Elvar Þormarsson á Pensli frá Hvolsvelli og A-flokk hún Hanna Rún Ingibergsdóttir á Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert