Argentínumenn slógu upp sannkallaðri sýningu á knattspyrnuvellinum í Gelsenkirchen í dag þegar þeir kjöldrógu liðsmenn Serbíu/Svartfjallalands, 6:0, í leik liðanna í C-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla. Argentína skorað þrjú mörk í hvorum hálfleik. Með sigrinum tryggði Argentína sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar en Serbar/Svartfellingar geta farið að huga að heimferð eftir miðja næstu viku.
Maxi Rodrigues skoraði í tvígang í fyrri hálfleik og Esteban Cambiasso einu sinni. Í síðari hálfleik gerði Hernan Crespo fjórða markið áður en ungstirnin Carlos Teves og Lionel Messi bættu við fimmta og sjötta markinu, en þeir komu inn á sem varamenn um miðjan síðari hálfleikinn. Matjeza Kezman, sóknarmaður Serba/Svartfellinga, var rekinn af leikvelli á 66. mínútu.