Úrúgvæ áfrýjar banni Suárez

Luis Suárez.
Luis Suárez. AFP

Knattspyrnusamband Úrúgvæ staðfesti rétt í þessu að það myndi áfrýja banninu sem Luis Suárez var úrskurðaður í fyrr í dag.

Þar með er eftir að reyna á hvort Suárez verður gjaldgengur með Úrúgvæ gegn Kólumbíu í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar á laugardaginn, eða hvort FIFA nær að taka áfrýunina fyrir á næsta sólarhringnum.

Wilmar Valdéz, forseti knattspyrnusamband Úrúgvæ, sagði þetta við ESPN rétt í þessu og bætti við: „Okkur líður eins og okkur hafi verið hent útúr heimsmeistarakeppninni."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert