Samningi Suárez sagt upp

Ferðamaður í Brasilíu grínast við auglýsingaskilti og lætur eins og …
Ferðamaður í Brasilíu grínast við auglýsingaskilti og lætur eins og Luis Suárez sé að bíta sig. AFP

Veðmálasíðan 888poker hefur gefið frá yfirlýsingu þess efnis að hún hafi sagt upp styrktarsamningi sínum við úrúgvæska framherjann Luis Suárez eftir að hann beit Giorgio Chiellini varnarmann Ítalíu í leik á HM í knattspyrnu á þriðjudag. Suárez var í gær dæmdur í 4 mánaða bann frá öllum fótbolta.

Veðmálasíðan notaði Suárez talsvert í auglýsingaherferð í aðdraganda HM og var í myndbandi hjá síðunni eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Englandi á HM í Brasilíu.

Fleiri styrktaraðilar kappans eru sagðir íhuga að segja upp samningum sínum við hann. Adidas er meðal annars talið íhuga stöðu sína, en Suárez er með skósamning við Adidas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert