Veðmálasíðan 888poker hefur gefið frá yfirlýsingu þess efnis að hún hafi sagt upp styrktarsamningi sínum við úrúgvæska framherjann Luis Suárez eftir að hann beit Giorgio Chiellini varnarmann Ítalíu í leik á HM í knattspyrnu á þriðjudag. Suárez var í gær dæmdur í 4 mánaða bann frá öllum fótbolta.
Veðmálasíðan notaði Suárez talsvert í auglýsingaherferð í aðdraganda HM og var í myndbandi hjá síðunni eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Englandi á HM í Brasilíu.
Fleiri styrktaraðilar kappans eru sagðir íhuga að segja upp samningum sínum við hann. Adidas er meðal annars talið íhuga stöðu sína, en Suárez er með skósamning við Adidas.