Luis Suárez, leikmaður Liverpool og Úrúgvæ, hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni eftir bitið fræga í leik Ítalíu og Úrúgvæ á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Suárez beit þá Giorgio Chiellini sem kunnugt er og fékk fjögurra mánaða keppnisbann frá knattspyrnu í kjölfarið.
Suárez segir í bréfi sem hann birti á Twitter-síðu sinni að eftir að hafa fengið tíma með fjölskyldu sinni hafi hann getað róað sig niður og horfst í augu við atvikið. Hann sjái mikið eftir því og fullvissi almenning um það að slíkt muni ekki endurtaka sig. Afsökunarbeiðnina má sjá hér að neðan.
My apologies to Chiellini: pic.twitter.com/CvfkkjxzlM
— Luis Suarez (@luis16suarez) June 30, 2014