Salah á leið til Spánar

Mohamed Salah grætur í öxlina á Jürgen Klopp í Kænugarði …
Mohamed Salah grætur í öxlina á Jürgen Klopp í Kænugarði á laugardagskvöldið. AFP

Mohamed Salah, stórstjarna Liverpool og egypska landsliðsins í knattspyrnu, heldur til Spánar á morgun þar sem hann verður í meðferð vegna axlarmeiðslanna sem hann varð fyrir í úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni í Kænugarði á laugardagskvöldið.

Egypska knattspyrnusambandið segir að Salah hafi valið að fara til Spánar til endurhæfingar en hann er í kapphlaupi að fá sig góðan af meiðslunum áður en flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í næsta mánuði.

Salah, sem skoraði 44 mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum á leiktíðinni, þurfti að fara af velli um miðjan fyrri hálfleik eftir að hafa lent illa á öxlinni eftir viðskipti við Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid.

„Þetta var mjög erfitt kvöld en ég er bar­dagamaður. Ég er bjart­sýnn á að kom­ast til Rúss­lands og gera ykk­ur öll stolt. Ást ykk­ar og stuðning­ur mun gefa mér þann styrk sem ég þarf,“ skrifaði Salah á Twitter í gær.

Egyptar leika í A-riðli á HM ásamt Úrúgvæ, Rússlandi og Sádi-Arabíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert