Knattspyrnuáhugafólk frá Suður- og Mið-Ameríku setur heldur betur svip sinn á miðborg Moskvu þessa stundina en þar kemur nú saman fólk alls staðar að vegna heimsmeistaramóts karla sem hefst í dag með leik Rússlands og Sádi-Arabíu.
Mbl.is er í miðborginni og Eggert Jóhannesson ljósmyndari fangaði stemninguna þar sem Mexíkóar voru mjög áberandi, sungu og trölluðu, en einnig fótboltaáhugafólk frá Argentínu, Perú og Brasilíu. Þarna mátti líka sjá Frakka, Rússa, Íslendinga og fólk af fleiri þjóðernum þegar að var gáð.