Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta nutu stundarinnar eftir 1:1-jafnteflið góða á móti Argentínu á HM í dag. Eftir leik fóru þeir upp í stúku og fögnuðu með sínu fólki. Skapti Hallgrímsson, ljósmyndari mbl.is, var á leiknum og tók þessar skemmtilegu myndir.
Heimir Hallgrímsson var kátur eins og við var að búast.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson þakkar fyrir stuðninginn.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson smellir kossi á eiginkonu sína, Írisi Sæmundsdóttur.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Íslensku leikmennirnir voru eltir af ljósmyndurum eftir leik.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Jóna Arnórsdóttir og Gunnar Malmquist Gunnarsson, foreldrar Arons Einars, landsliðsfyrirliða, voru klökk og nánast örmagna af gleði í leikslok!
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Emil Hallfreðsson þakkar fyrir sig.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Rúrik Gíslason var kátur í leikslok.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Markaskorarinn Alfreð Finnbogason var kátur.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson