Stuðningsmenn sem eru að ferðast til Volgograd í Rússlandi, þar sem nokkrir leikir heimsmeistaramótsins fara fram, mæta gífurlegum moskítófaraldri.
England og Túnis mætast í fyrsta leik sínum í kvöld á Volgograd-leikvanginum en það er sami völlur og mun hýsa leik Íslands og Nígeríu á föstudaginn kemur. Íþróttafréttamenn ensku fjölmiðlanna eru að lenda í miklum vandræðum og hafa þurft að hætta leik í miðjum beinum útsendingum vegna árásargjarnra moskítóflugna.
Borgin Volgograd liggur við suðurbakka fljótsins Volgu sem hækkar töluvert í hitastigi yfir sumartímann. Slík hitabreyting og lítill vindur leiðir til skilyrða sem moskítóflugurnar þrífast í.
Stuðningsmenn eru nú farnir að vara hver annan við á Twitter og hvetja alla til að mæta með flugnasprey á völlinn.
Flies & mosquitoes a problem in Volgograd ... as experienced while trying to talk for TV. @AP_Sports
— Rob Harris (@RobHarris) June 18, 2018
England-Tunisia here tonight #WorldCup pic.twitter.com/KEPvnG5Tsh
@Natpirks 1 - Mosquitoes 0. Lets hope they don’t come out tomorrow night for the #England game #WorldCup2018 pic.twitter.com/k8uS27XZMC
— Rachel Price (@NewsCamerawoman) June 17, 2018