Son verður með á HM

Son Heung-Min hefur tilkynnt að hann fari með Suður-Kóreu á …
Son Heung-Min hefur tilkynnt að hann fari með Suður-Kóreu á HM 2022 í Katar. AFP/Jung Yeon-Je

Son Heung-Min, sókn­ar­maður suður-kór­eska landsliðsins í knatt­spyrnu karla og Totten­ham Hot­sp­ur á Englandi, hef­ur tekið af all­an vafa um þátt­töku sína á HM 2022 í Kat­ar og seg­ist munu fara með þjóð sinni á mótið.

Ótt­ast var að Son myndi missa af mót­inu eft­ir að hann fékk þungt höfuðhögg í leik Totten­ham gegn Marseille í Meist­ara­deild Evr­ópu á dög­un­um.

Son augntóft­ar­brotnaði við höggið og þurfti af þeim sök­um að gang­ast und­ir aðgerð. Þrátt fyr­ir það til­kynnti hann á In­sta­gram-aðgangi sín­um að meiðslin muni ekki koma í veg fyr­ir þátt­töku hans á HM, sem hefst eft­ir 11 daga.

„Að spila fyr­ir þjóð sína á HM er draum­ur svo margra barna þegar þau vaxa úr grasi, og það á svo sann­ar­lega líka við um mig.

Ég mun ekki missa af þessu hvað sem á bját­ar. Ég get ekki beðið eft­ir því að spila fyr­ir hönd fal­lega lands­ins okk­ar, við sjá­umst bráðum,“ skrifaði Son meðal ann­ars á In­sta­gram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert