Hótuðu að brjóta tökuvél danska sjónvarpsins

Fjölmiðlar hafa takmarkað frelsi í Katar.
Fjölmiðlar hafa takmarkað frelsi í Katar. AFP/Kiril Kudryavtsev

Rasmus Tantholdt, sjónvarpsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2, lenti í vandræðum þegar hann var að taka upp innslag í Doha, höfuðborg Katar.

Tantholdt er mættur til Katar til að fjalla um heimsmeistaramótið í fótbolta, en öryggisverðir höfðu áhyggjur af umfjöllun Danans og trufluðu hann í beinni útsendingu. Einn þeirra hótaði að brjóta tökuvél stöðvarinnar.

Fjölmiðlafrelsi í Katar er afar takmarkað og töldu öryggisverðirnir að þeir dönsku væru ekki með leyfi til að mynda, þrátt fyrir að vera í almenningsrými og með tiltekin leyfi.

Tantholdt greindi frá á Twitter að hann hafi fengið afsökunarbeiðni eftir atvikið og bætti við að yfirvöld í Katar séu hrædd um að umfjöllunin um þjóðina verði þeim óhliðholl, vegna fjölda mannréttindabrota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert