Rasmus Tantholdt, sjónvarpsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2, lenti í vandræðum þegar hann var að taka upp innslag í Doha, höfuðborg Katar.
Tantholdt er mættur til Katar til að fjalla um heimsmeistaramótið í fótbolta, en öryggisverðir höfðu áhyggjur af umfjöllun Danans og trufluðu hann í beinni útsendingu. Einn þeirra hótaði að brjóta tökuvél stöðvarinnar.
Fjölmiðlafrelsi í Katar er afar takmarkað og töldu öryggisverðirnir að þeir dönsku væru ekki með leyfi til að mynda, þrátt fyrir að vera í almenningsrými og með tiltekin leyfi.
Tantholdt greindi frá á Twitter að hann hafi fengið afsökunarbeiðni eftir atvikið og bætti við að yfirvöld í Katar séu hrædd um að umfjöllunin um þjóðina verði þeim óhliðholl, vegna fjölda mannréttindabrota.
We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee.
— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022
This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql