Rándýr bjór í Katar

Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudaginn kemur.
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudaginn kemur. AFP/Philip Fong

Áhorfendur og stuðningsmenn á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem hefst í Katar á sunnudaginn hafa kvartað sáran yfir verðlagningu á bjór á mótinu í ár.

Sportsmail greinir frá því að bjórinn í Katar kosti í kringum 12 pund, en það samsvarar rúmlega 2.000 íslenskum krónum.

Þá er einungis hægt að kaupa bjór af tegundinni Budweiser á mótinu en bandaríski bjóraframleiðandinn er einn af aðalstyrktaraðilum mótsins.

Lögum samkvæmt er neysla áfengis bönnuð í Katar, á almannafæri, en gerð var undantekning fyrir HM sem hefst með leik Katars og Ekvadors í A-riðli keppninnar á sunnudaginn.

Hægt er að kaupa áfengi á stuðningsmannasvæðum á mótinu sem og á leikvöngum mótsins en allir sem kaupa áfengi á mótinu þurfa að sýna fram á að þeir séu orðnir 21 árs eða eldri. Þá er mest hægt að kaupa fjóra bjóra í einu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka