HM í dag: Lið Wales

Gareth Bale er fyrirliði Walesbúa og þeirra langþekktasti leikmaður.
Gareth Bale er fyrirliði Walesbúa og þeirra langþekktasti leikmaður. AFP/Nicolas Tucat

Wales leikur á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í fyrsta skipti í 64 ár.

Wales gerði jafntefli við Bandaríkin, 1:1, í fyrsta leik og tapaði 0:2 fyrir Íran í annarri umferð.

Wales er í 19. sæti á heimslista FIFA, í 12. sæti af Evrópuþjóðum. Fyrsta og eina heimsmeistaramót þjóðarinnar til þessa var árið 1958 í Svíþjóð en þá komu Walesbúar á óvart og enduðu í sjötta sæti.

Walesbúar komust í umspil fyrir HM með því að enda í öðru sæti í sínum undanriðli, á eftir Belgíu en á undan Tékklandi, Eistlandi og Hvíta-Rússlandi. Í umspili unnu þeir Austurríki í undanúrslitum og síðan Úkraínu í úrslitaleik.

Gareth Bale er stórstjarna Walesbúa og þeirra langþekktasti leikmaður en hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 40 mörk. Þrír leikjahæstu landsliðsmenn þjóðarinnar eru allir komnir til Katar, methafinn Chris Gunter hefur spilað 109 leiki, Bale 108 og markvörðurinn Wayne Hennessy er þriðji með 106 leiki. Flestir landsliðsmanna Wales leika með enskum liðum, níu þeirra í úrvalsdeildinni.

Rob Page þjálfar lið Walesbúa en hann spilaði lengst af …
Rob Page þjálfar lið Walesbúa en hann spilaði lengst af sínum ferli með ensku liðunum Watford og Sheffield United. AFP/John Thys

Síðustu leikir Wales fyrir HM voru í Þjóðadeildinni í september en þá töpuðu þeir 1:2 fyrir Belgíu á útivelli og 0:1 fyrir Póllandi á heimavelli.

Rob Page þjálfar lið Wales en hann tók við því í nóvember 2020 þegar Ryan Giggs þurfti að draga sig í hlé vegna lögreglumáls. Page hafði verið aðstoðarmaður hans í rúmlega ár og áður stýrt 21-árs landsliði Wales. Page, sem er 48 ára gamall, lék sjálfur 44 landsleiki fyrir Wales og var knattspyrnustjóri hjá Port Vale og Northampton eftir að hann lagði skóna á hilluna.

LIÐ WALES:

Markverðir:
1 Wayne Hennessy, 35 ára, Nottingham Forest (Englandi), 106 leikir
12 Danny Ward, 29 ára, Leicester (Englandi), 26 leikir
21 Adam Davies, 30 ára, Sheffield United (Englandi), 4 leikir

Varnarmenn:
2 Chris Gunter, 33 ára, Wimbledon (Englandi), 109 leikir
3 Neco Williams, 21 árs, Nottingham Forest (Englandi), 23 leikir, 2 mörk
4 Ben Davies, 29 ára, Tottenham (Englandi), 74 leikir, 1 mark
5 Chris Mepham, 25 ára, Bournemouth (Englandi), 33 leikir
6 Joe Rodon, 25 ára, Rennes (Frakklandi), 30 leikir
14 Connor Roberts, 27 ára, Burnley (Englandi), 41 leikur, 3 mörk
15 Ethan Ampadu, 22 ára, Spezia (Ítalíu), 37 leikir
17 Tom Lockyer, 27 ára, Luton (Englandi), 14 leikir
24 Ben Cabango, 22 ára, Swansea, 5 leikir

Miðjumenn:
7 Joe Allen, 32 ára, Swansea, 72 leikir, 2 mörk
8 Harry Wilson, 25 ára, Fulham (Englandi), 39 leikir, 5 mörk
10 Aaron Ramsey, 31 árs, Nice (Frakklandi), 75 leikir, 20 mörk
16 Joe Morrell, 25 ára, Portsmouth (Englandi), 30 leikir
18 Jonny Williams, 29 ára, Swindon (Englandi), 33 leikir, 2 mörk
22 Sorba Thomas, 23 ára, Huddersfield (Englandi), 6 leikir
23 Dylan Levitt, 22 ára, Dundee United (Skotlandi), 13 leikir
25 Rubin Colwill, 20 ára, Cardiff, 7 leikir, 1 mark
26 Matthew Smith, 22 ára, MK Dons (Englandi), 19 leikir

Sóknarmenn:
9 Brennan Johnson, 21 árs, Nottingham Forest (Englandi), 15 leikir, 2 mörk
11 Gareth Bale, 33 ára, Los Angeles (Bandaríkjunum), 108 leikir, 40 mörk
13 Kieffer Moore, 30 ára, Bournemouth (Englandi), 28 leikir, 9 mörk
19 Mark Harris, 23 ára, Cardiff, 5 leikir
20 Daniel James, 25 ára, Fulham (Englandi), 38 leikir, 5 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert