Norðmenn óhressir með FIFA

OneLove-fyrirliðabandið sem fjölmargir fyrirliðar ætluðu að skarta á HM.
OneLove-fyrirliðabandið sem fjölmargir fyrirliðar ætluðu að skarta á HM. AFP/Andre Pain

Lisa Klaverness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir gríðarlegri óánægju með þá ákvörðun FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að hóta því að refsa fyrirliðum sem beri fyrirliðaband í regnbogalitunum á HM í Katar.

Einar sjö þjóðir, þar á meðal Englendingar sem nú eru að spila við Íran, ætluðu að vera með fyrirliðaband í regnbogalitunum til að sýna samkynhneigðum stuðning. FIFA tilkynnti í morgun að þeir fyrirliðar sem það gerðu myndu fá gula spjaldið strax í upphafi leiks.

„Við erum gríðarlega óánægð með þessa ákvörðun FIFA. Þetta var aðgerð sem byggðist á alþjóðlegum gildum sem FIFA er sjálft með í sínum reglugerðum og ætti ekki að bregðast við á svona hátt. Þessi barátta hefur staðið yfir í marga mánuði, líka meðal þjóða eins og Noregs sem eru ekki með á heimsmeistaramótinu. Við höfum verið í sambandi við FIFA í marga mánuði út af þessu,“ sagði Klaverness við Dagbladet í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert