HM í dag, lið Póllands

Robert Lewandowski er fyrirliði og aðalmarkaskorari Pólverja.
Robert Lewandowski er fyrirliði og aðalmarkaskorari Pólverja. AFP/Fabrice Coffrini

Pólverjar leika á sínu níunda heimsmeistaramóti karla í fótbolta.

Pólverjar gerðu markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrstu umferðinni og sigruðu Sádi-Arabíu 2:0 í annarri umferð en töpuðu 0:2 fyrir Argentínu í lokaumferð C-riðilsins.

Pólland er í 26. sæti á heimslista FIFA, í fimmtánda sæti af Evrópuþjóðum. Pólverjar náðu sínum besta árangri á HM árin 1974 og 1982 en þeir hrepptu bronsverðlaunin í bæði skiptin. Í hinum sex mótunum, 1938, 1978, 1986, 2002, 2006 og 2018, hafa þeir lengst komist í sextán liða úrslit.

Pólverjar höfnuðu í öðru sæti í sínum undanriðli HM, á eftir Englendingum en á undan Albönum, Ungverjum, Andorra og San Marínó. Þeir fóru í umspil, áttu að mæta Rússum sem var vísað úr keppni og sigruðu síðan Svía 2:0 í úrslitaleik um sæti á HM.

Robert Lewandowski, sem nú leikur með Barcelona, er stóra nafnið í pólskum fótbolta og bundnar eru vonir við að hann skori mörkin sem komi liðinu í sextán liða úrslit. Hann er bæði leikja- og markahæsti landsliðsmaður Póllands frá upphafi með 134 landsleiki og 76 mörk. Kamil Glik, varnarmaður Benevento á Ítalíu, gæti spilað sinn 100. landsleik í dag.

Czeslaw Michniewicz þjálfar pólska liðið og þreytir frumraun sína á …
Czeslaw Michniewicz þjálfar pólska liðið og þreytir frumraun sína á stórmóti. AFP/Andrej Isakovic

Pólverjar sigruðu Síle 1:0 í vináttuleik á heimavelli síðasta miðvikudag. Í september léku þeir tvo leiki í Þjóðadeildinni þar sem þeir unnu Wales 1:0 á útivelli en töpuðu 0:2 fyrir Hollandi á heimavelli.

Czeslaw Michniewicz er þjálfari Pólverja, 52 ára gamall, en hann tók við liðinu í janúar á þessu ári og var ráðinn fram yfir HM. Hann hefur að mestu þjálfað pólsk félagslið undanfarin 19 ár, síðast Legia Varsjá, en var þar á undan með pólska 21-árs landsliðið í þrjú ár.

LIÐ PÓLLANDS:

Markverðir:
1 Wojciech Szczesny, 32 ára, Juventus (Ítalíu), 66 leikir
12 Lukasz Skorupski, 31 árs, Bologna (Ítalíu), 8 leikir
22 Kamil Grabara, 23 ára, Köbenhavn (Danmörku), 1 leikur

Varnarmenn:
2 Matty Cash, 25 ára, Aston Villa (Englandi), 7 leikir, 1 mark
3 Artur Jedrzejczyk, 35 ára, Legia Varsjá, 40 leikir, 3 mörk
4 Mateusz Wietska, 25 ára, Clermont (Frakklandi), 2 leikir
5 Jan Bednarek, 26 ára, Aston Villa (Englandi), 45 leikir, 1 mark
14 Jakub Kiwior, 22 ára, Spezia (Ítalíu), 5 leikir
15 Kamil Glik, 34 ára, Benevento (Ítalíu), 99 leikir, 6 mörk
18 Bartosz Bereszynski, 30 ára, Sampdoria (Ítalíu), 46 leikir
21 Nicola Zalewski, 20 ára, Roma (Ítalíu), 7 leikir
25 Robert Gumny, 24 ára, Augsburg (Þýskalandi), 5 leikir

Miðjumenn:
6 Krystian Bielik, 24 ára, Birmingham (Englandi), 5 leikir
8 Damian Szymanski, 27 ára, AEK Aþena (Grikklandi), 9 leikir, 1 mark
10 Grzegorz Krychowiak, 32 ára, Al-Shahab (Sádi-Arabíu), 94 leikir, 5 mörk
11 Kamil Grosicki, 34 ára, Pogon Szczecin, 87 leikir, 17 mörk
13 Jakub Kaminski, 20 ára, Wolfsburg (Þýskalandi), 4 leikir, 1 mark
17 Szymon Zurkowski, 23 ára, Fiorentina (Ítalíu), 7 leikir
19 Sebastian Szymanski, Feyenoord (Hollandi), 18 leikir, 1 mark
20 Piotr Zielinski, 28 ára, Napoli (Ítalíu), 74 leikir, 9 mörk
24 Przemyslaw Frankowski, 27 ára, Lens (Frakklandi), 26 leikir, 1 mark
26 Michal Skóras, 22 ára, Lech Poznan, 1 leikur

Sóknarmenn:
7 Arkadiusz Milik, 28 ára, Juventus (Ítalíu), 64 leikir, 16 mörk
9 Robert Lewandowski, 34 ára, Barcelona (Spáni), 134 leikir, 76 mörk
16 Karol Swiderski, 25 ára, Charlotte (Bandaríkjunum), 18 leikir, 8 mörk
23 Krzysztof Piatek, 27 ára, Salernitana (Ítalíu), 25 leikir, 11 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert