Sádi-Arabar eru mættir á sitt sjötta heimsmeistaramót karla í knattspyrnu.
Sádi-Arabar unnu óvæntan sigur á Argentínumönnum, 2:1, í fyrstu umferðinni en töpuðu 0:2 fyrir Pólverjum í annarri umferð.
Sádi-Arabía er í 51. sæti á heimslista FIFA, í sjötta sæti af þjóðum Asíu, og náði sínum besta árangri á HM í fyrstu keppninni sinni árið 1994 þegar liðið komst í 16-liða úrslit. Sádi-Arabar hafa síðan leikið á HM 1998, 2002, 2006 og 2018.
Sádi-Arabar unnu sinn undanriðil fyrir HM, þar sem þeir voru taplausir gegn Úsbekistan, Palestínu, Singapúr og Jemen. Þeir unnu síðan sinn sex liða úrslitariðil og töpuðu aðeins einum leik af tíu gegn Japan, Ástralíu, Óman, Kína og Víetnam.
Miðjumaðurinn Salman Al-Faraj er fyrirliði Sádi-Araba og einn þeirra reyndasti maður. Hann er 33 ára og hefur leikið allan sinn feril í heimalandinu með Al-Hilal. Allir leikmenn sádiarabíska liðsins leika reyndar á heimaslóðunum, tólf þeirra með Al-Hilal.
Sádi-Arabar léku átta vináttuleiki í september, október og nóvember. Þeir gerðu 0:0-jafntefli við Ekvador, Bandaríkin og Hondúras, unnu Norður-Makedóníu 1:0, gerðu 1:1-jafntefli við Albaníu, unnu Ísland 1:0, gerðu 1:1-jafntefli við Panama og töpuðu loks 0:1 fyrir Króatíu síðasta miðvikudag.
Hervé Renard þjálfar lið Sádi-Araba en hann er 54 ára Frakki sem tók við liðinu árið 2019. Hann þjálfaði áður landslið Marokkó, Fílabeinsstrandarinnar, Sambíu, Angóla og m.a. Sochaux í Frakklandi.
Markverðir:
1 Mohammed Al Rubaie, 25 ára, Al-Ahli, 7 leikir
21 Mohammed Al-Owais, 31 árs, Al-Hilal, 42 leikir
22 Nawaf Al-Aqidi, 22 ára, Al-Nassr, nýliði
Varnarmenn:
2 Sultan Al-Ghannam, 28 ára, Al-Nassr, 28 leikir
3 Abdullah Madu, 29 ára, Al-Nassr, 15 leikir
4 Abdulelah Al-Amri, 25 ára, Al-Nassr, 20 leikir, 1 mark
5 Ali Al-Bulaihi, 32 ára, Al-Hilal, 37 leikir
6 Mohammed Al-Breik, 30 ára, Al-Hilal, 40 leikir, 1 mark
12 Saud Abdulhamid, 23 ára, Al-Hilal, 23 leikir, 1 mark
13 Yasser Al-Shahrani, 30 ára, Al-Hilal, 72 leikir, 2 mörk
17 Hassan Tambakti, 23 ára, Al-Shabab, 19 leikir
Miðjumenn:
7 Salman Al-Faraj, 33 ára, Al-Hilal, 70 leikir, 8 mörk
8 Abdullellah Al-Malki, 28 ára, Al-Hilal, 27 leikir
10 Salem Al-Dawsari, 31 árs, Al-Hilal, 71 leikur, 17 mörk
14 Abdullah Otayf, 30 ára, Al-Hilal, 45 leikir, 1 mark
15 Ali Al-Hassan, 25 ára, Al-Nassr, 13 leikir, 1 mark
16 Sami Al-Najei, 25 ára, Al-Nassr, 17 leikir, 2 mörk
18 Nawaf Al-Abed, 32 ára, Al-Shabab, 55 leikir, 8 mörk
19 Hattan Bahebri, 30 ára, Al-Shabab, 41 leikur, 4 mörk
20 Abdulrahman Al-Aboud, 27 ára, Al-Ittihad, 3 leikir
23 Mohamed Kanno, 28 ára, Al-Hilal, 38 leikir, 1 mark
24 Nasser Al-Dawsari, 23 ára, Al-Hilal, 10 leikir
26 Riyadh Sharahili, 29 ára, Abha, 5 leikir
Sóknarmenn:
9 Firas Al-Buraikan, 22 ára, Al-Fateh, 17 leikir, 6 mörk
11 Saleh Al-Shehri, 29 ára, Al-Hilal, 20 leikir, 10 mörk
25 Haitham Asiri, 21 árs, Al-Ahli, 8 leikir, 1 mark