HM í dag: Lið Belgíu

Kevin De Bruyne á fullri ferð á æfingu belgíska liðsins …
Kevin De Bruyne á fullri ferð á æfingu belgíska liðsins í Katar. AFP/Jack Guez

Belgar leika á sínu fjórtánda heimsmeistaramóti karla í fótbolta.

Belgar sigruðu Kanada 1:0 í fyrstu umferðinni en töpuðu 0:2 fyrir Marokkó í annarri umferð.

Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, á eftir Brasilíu, og er samkvæmt því með sterkasta lið Evrópu í dag. Belgar náðu sínum besta árangri á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum þegar þeir hrepptu bronsverðlaunin en áður höfðu þeir best náð fjórða sætinu í Mexíkó árið 1986. Þá komust þeir í 8-liða úrslitin árið 2014 en í hin tíu skiptin hefur belgíska liðið fallið út í riðlakeppni eða 16-liða úrslitum. Belgía var ein þeirra 13 þjóða sem lék á fyrsta heimsmeistaramótinu árið 1930. 

Kevin De Bruyne er stjörnuleikmaður Belga og talinn einn allra besti miðjumaður heims. Thibaut Courtois er einn af bestu markvörðum heims og liðið státar af mönnum á borð við Eden Hazard, Romelu Lukaku og varnarjöxlunum Jan Vertonghen og Toby Alderweireld. Talað er um að þetta sé síðasta tækifæri bestu kynslóðar belgísks fótbolta til að fara alla leið á stórmóti.

Roberto Martínez hefur stjórnað belgíska liðinu í tæp sjö ár.
Roberto Martínez hefur stjórnað belgíska liðinu í tæp sjö ár. AFP/Jack Guez

Belgar léku tvo leiki í Þjóðadeildinni í september þar sem þeir unnu Wales 2:1 en töpuðu 1:0 í Hollandi. Þeir töpuðu síðan 2:1 fyrir Egyptum í vináttulandsleik í Kúveit síðasta föstudag.

Roberto Martínez, 49 ára Spánverji, hefur þjálfað lið Belga í rúm sex ár og undir hans stjórn fékk liðið bronsið á HM í Rússlandi árið 2018. Martínez lék í tólf ár með enskum og skoskum liðum, lengst með Wigan og Swansea, og var í kjölfarið knattspyrnustjóri Swansea, Wigan og Everton, þar til hann tók við belgíska liðinu.

LIÐ BELGÍU:

Markverðir:
1 Thibaut Courtois, 30 ára, Real Madrid (Spáni), 97 leikir
12 Simon Mignolet, 34 ára, Club Brugge, 35 leikir
13 Koen Casteels, 30 ára, Wolfsburg (Þýskalandi), 4 leikir

Varnarmenn:
2 Toby Alderweireld, 33 ára, Antwerp, 124 leikir, 5 mörk
3 Arthur Theate, 22 ára, Rennes (Frakklandi), 4 leikir
4 Wout Faes, 24 ára, Leicester (Englandi), 1 leikur
5 Jan Vertonghen, 35 ára, Anderlecht, 142 leikir, 9 mörk
15 Thomas Meunier, 31 árs, Dortmund (Þýskalandi), 59 leikir, 8 mörk
21 Timothy Castagne, 26 ára, Leicester (Englandi), 26 leikir, 2 mörk
26 Zeno Debast, 19 ára, Anderlecht, 3 leikir

Miðjumenn:
6 Axel Witsel, 33 ára, Atlético Madrid (Spáni), 127 leikir, 12 mörk
7 Kevin De Bruyne, 31 árs, Manchester City (Englandi), 94 leikir, 25 mörk
8 Youri Tielemans, 25 ára, Leicester (Englandi), 55 leikir, 5 mörk
11 Yannick Carrasco, 29 ára, Atlético Madrid (Spáni), 60 leikir, 8 mörk
18 Amadou Onana, 21 árs, Everton (Englandi), 2 leikir
19 Leander Dendoncker, 27 ára, Aston Villa (Englandi), 29 leikir, 1 mark
20 Hans Vanaken, 30 ára, Club Brugge, 23 leikir, 5 mörk
22 Charles De Ketelaere, 21 árs, AC Milan (Ítalíu), 10 leikir, 1 mark

Sóknarmenn:
9 Romelu Lukaku, 29 ára, Inter Mílanó (Ítalíu), 102 leikir, 68 mörk
10 Eden Hazard, 31 árs, Real Madrid (Spáni), 123 leikir, 33 mörk
14 Dries Mertens, 35 ára, Galatasaray (Tyrklandi), 107 leikir, 21 mark
16 Thorgan Hazard, 29 ára, Dortmund (Þýskalandi), 45 leikir, 9 mörk
17 Leandro Trossard, 27 ára, Brighton (Englandi), 21 leikur, 5 mörk
23 Michy Batshuayi, 29 ára, Fenerbahce (Tyrklandi), 48 leikir, 26 mörk
24 Lois Openda, 22 ára, Lens (Frakklandi), 5 leikir, 2 mörk
25 Jérémy Doku, 20 ára, Rennes (Frakklandi), 11 leikir, 2 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert