HM í dag: Lið Kostaríka

Markvörðurinn Keylor Navas hefur leikið með stórliðunum Real Madrid og …
Markvörðurinn Keylor Navas hefur leikið með stórliðunum Real Madrid og París SG undanfarin átta ár. AFP/Raul Arboleda

Lið Kostaríka er mætt í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta í sjötta skipti.

Kostaríka steinlá gegn Spáni, 0:7, í fyrstu umferðinni en vann Japan 1:0 í annarri umferð.

Kostaríka er í 31. sæti á heimslista FIFA, í þriðja sæti meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóða. Kostaríka náði sínum besta árangri á HM árið 2014 þegar liðið komst í 8-liða úrslitin en það komst í 16-liða úrslit í fyrstu tilraun á HM 1990. Kostaríka hefur einnig verið með 2002, 2006 og 2018.

Kostaríka sat hjá í fyrstu tveimur umferðum undankeppni HM í Norður- og Mið-Ameríku. Í úrslitakeppninni endaði liðið í 4. sæti, á eftir Kanada, Mexíkó og Bandaríkjunum en á undan Panama, Jamaíku, El Salvador og Hondúras. Kostaríka fór því í umspil og tryggði þar sæti á HM með því að sigra Nýja-Sjáland 1:0.

Markvörðurinn Keylor Navas hefur náð lengst Kostaríkamanna en eftir frábæra frammistöðu á HM 2014 varði hann mark Real Madrid í fimm ár og hefur síðan leikið með París SG. Hann, Bryan Oviedo, Bryan Ruiz og Joel Campbell mynda reyndan kjarna í liði Kostaríka sem annars teflir fram fimmtán leikmönnum sem spila með liðum í heimalandinu.

Luis Suárez er þrautreyndur þjálfari Kostaríkamanna og stýrði liði Ekvador …
Luis Suárez er þrautreyndur þjálfari Kostaríkamanna og stýrði liði Ekvador á HM 2006. AFP/Ozan Kose

Kostaríka lék þrjá vináttulandsleiki fyrir HM. Liðið gerði jafntefli, 2:2, við Suður-Kóreu, vann Úsbekistan 2:1 og sigraði loks Nígeríu, 2:0, á heimavelli áður en farið var til Katar.

Luis Fernando Suárez, 62 ára gamall Kólumbíumaður, þjálfar lið Kostaríka en hann tók við því sumarið 2021. Suárez á langan þjálfaraferil að baki víða í Mið- og Suður-Ameríku en hann hefur áður stýrt landsliðum Hondúras og Ekvador og fjölda félagsliða.

LIÐ KOSTARÍKA:

Markverðir:
1 Keylor Navas, 35 ára, París SG (Frakklandi), 107 leikir
18 Esteban Alvarado, 33 ára, Herediano, 25 leikir
23 Patrick Sequeira, 23 ára, Lugo (Spáni), 2 leikir

Varnarmenn:
3 Juan Pablo Vargas, 27 ára, Millionarios (Kólumbíu, 12 leikir, 1 mark
4 Keysher Fuller, 28 ára, Herediano, 31 leikur, 2 mörk
6 Óscar Duarte, 33 ára, Al-Wehda (Sádi-Arabíu), 71 leikur, 4 mörk
8 Bryan Oviedo, 32 ára, Real Salt Lake (Bandaríkjunum), 76 leikir, 2 mörk
15 Francisco Calvo, 30 ára, Konyaspor (Tyrklandi), 75 leikir, 8 mörk
16 Carlos Martínez, 23 ára, San Carlos, 7 leikir
19 Kendall Waston, 34 ára, Saprissa, 63 leikir, 9 mörk
22 Rónald Matarrita, 28 ára, Cincinnati (Bandaríkjunum), 52 leikir, 3 mörk

Miðjumenn:
2 Daniel Chacón, 21 árs, Colorado Rapids (Bandaríkjunum), 8 leikir
5 Celso Borges, 34 ára, Alajuelense, 155 leikir, 27 mörk
9 Jewison Bennette, 18 ára, Sunderland (Englandi), 7 leikir, 2 mörk
10 Bryan Ruiz, 37 ára, Alajuelense, 146 leikir, 29 mörk
13 Gerson Torres, 25 ára, Herediano, 13 leikir, 1 mark
14 Youstin Salas, 26 ára, Saprissa, 4 leikir
17 Yeltsin Tejeda, 30 ára, Herediano, 73 leikir
20 Brandon Aguilera, 19 ára, Guanacasteca, 4 leikir
21 Douglas López, 24 ára, Herediaon, 3 leikir
24 Roan Wilson, 20 ára, Municipal Grecia, 3 leikir
25 Anthony Hernández, 21 árs, Puntarenas, 3 leikir, 1 mark
26 Álvaro Zamora, 20 ára, Saprissa, 3 leikir

Sóknarmenn:
7 Anthony Contreras, 22 ára, Herediano, 9 leikir, 2 mörk
11 Johan Venegas, 33 ára, Alajuelense, 82 leikir, 11 mörk
12 Joel Campbell, 30 ára, León (Mexíkó), 119 leikir, 25 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert