HM í dag: Lið Króatíu

Luka Modric er enn í aðalhlutverki hjá Króötum og fyrirliði …
Luka Modric er enn í aðalhlutverki hjá Króötum og fyrirliði liðsins. AFP/Ozan Kose

Króatar eru mættir á sitt sjötta heimsmeistaramót karla í fótbolta.

Króatar gerði markalaust jafntefli við Marokkó í fyrstu umferðinni og sigraði Kanada 4:1 í annarri umferð en gerði síðan markalaust jafntefli við Belgíu í lokaumferðinni. Í 16-liða úrslitum vann Króatía sigur á Japan í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli og í 8-liða úrslitum vann Króatía sigur á Brasilíu, einnig í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli. Í undanúrslitum töpuðu Króatar 0:3 fyrir Argentínu.

Króatía er í 12. sæti á heimslista FIFA, í tíunda sæti af Evrópuþjóðum. Þeir voru fyrst gjaldgengir á HM 1998 og hafa verið með í öll skiptin síðan, nema árið 2010. Þeir fengu bronsverðlaun á sínu fyrsta móti, árið 1998, og síðan silfurverðlaunin í Rússlandi 2018 eftir tap gegn Frökkum í úrslitaleiknum.

Luka Modric hefur verið lykilmaður í liði Króata um árabil og í hópi bestu knattspyrnumanna heims en hann á 155 landsleiki að baki og er langlandsleikjahæsti leikmaður þjóðarinnar. Ivan Perisic, Mateo Kovacic, Marcelo Brozovic, Domagoj Vida og Dejan Lovren mynda með Modric afar sterkan kjarna sem hefur borið liðið uppi á undanförnum árum.

Zlatko Dalic hefur þjálfað króatíska liðið í rúm fimm ár.
Zlatko Dalic hefur þjálfað króatíska liðið í rúm fimm ár. AFP/Denis Lovrovic

Króatar sigruðu Sádi-Araba 1:0 í vináttuleik í Riyadh á miðvikudaginn var. Þeir léku tvo leiki í Þjóðadeildinni í september þar sem þeir unnu Dani 2:1 á heimavelli og Austurríkismenn 3:1 á útivelli. Í sumar unnu þeir bæði Frakka og Dani á útivöllum.

Zlatko Dalic þjálfar lið Króatíu en hann er 56 ára gamall og hefur stýrt liðinu frá árinu 2017 og m.a. unnið með því silfurverðlaunin á HM 2018. Hann er Króati og þjálfaði áður félagslið í Króatíu, Albaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

LIÐ KRÓATÍU:

Markverðir:
1 Dominik Livakovic, 27 ára, Dinamo Zagreb, 34 leikir
12 Ivo Grbic, 26 ára, Atlético Madrid (Spáni), 2 leikir
23 Ivica Ivusic, 27 ára, Osijek, 5 leikir

Varnarmenn:
2 Josip Stanisic, 22 ára, Bayern München (Þýskalandi), 7 leikir
3 Borna Barisic, 30 ára, Rangers (Skotlandi), 28 leikir, 1 mark
5 Martin Erlic, 24 ára, Sassuolo (Ítalíu), 4 leikir
6 Dejan Lovren, 33 ára, Zenit Pétursborg (Rússlandi), 72 leikir, 5 mörk
19 Borna Sosa, 24 ára, Stuttgart (Þýskalandi), 8 leikir, 1 mark
20 Josko Gvardiol, 20 ára, RB Leipzig (Þýskalandi), 12 leikir, 1 mark
21 Domagoj Vida, 33 ára, AEK Aþena (Grikklandi), 100 leikir, 4 mörk
22 Josip Juranovic, 27 ára, Celtic (Skotlandi), 21 leikur
24 Josip Sutalo, 22 ára, Dinamo Zagreb, 3 leikir

Miðjumenn:
7 Lovro Majer, 24 ára, Rennes (Frakklandi), 11 leikir, 3 mörk
8 Mateo Kovacic, 28 ára, Chelsea (Englandi), 84 leikir, 3 mörk
10 Luka Modric, 37 ára, Real Madrid (Spáni), 155 leikir, 23 mörk
11 Marcelo Brozovic, 30 ára, Inter Mílanó (Ítalíu), 77 leikir, 7 mörk
13 Nikola Vlasic, 25 ára, Torino (Ítalíu), 42 leikir, 7 mörk
15 Mario Pasalic, 27 ára, Atalanta (Ítalíu), 43 leikir, 7 mörk
25 Luka Sucic, 20 ára, RB Salzburg (Austurríki), 4 leikir
26 Kristijan Jakic, 25 ára, Eintracht Frankfurt (Þýskalandi), 4 leikir

Sóknarmenn:
4 Ivan Perisic, 33 ára, Tottenham (Englandi), 116 leikir, 32 mörk
9 Andrej Kramaric, 31 árs, Hoffenheim (Þýskalandi), 74 leikir, 20 mörk
14 Marko Livaja, 29 ára, Hajduk Split, 14 leikir, 3 mörk
16 Bruno Petkovic, 28 ára, Dinamo Zagreb, 23 leikir, 6 mörk
17 Ante Budimir, 31 árs, Osasuna (Spáni), 15 leikir, 1 mark
18 Mislav Orsic, 29 ára, Dinamo Zagreb, 21 leikur, 1 mark

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert