Marokkó leikur í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta í sjötta skipti.
Marokkó gerði markalaust jafntefli við Króatíu í fyrstu umferðinni, sigraði Belgíu 2:0 í annarri umferð og vann Kanada 2:1 í lokaumferð F-riðils. Í 16-liða úrslitum vann Marokkó sigur á Spáni í vítaspyrnukeppni eftir 0:0 jafntefli og í 8-liða úrslitum vann liðið 1:0 sigur á Portúgal. Í undanúrslitum tapaði Marokkó 0:2 fyrir Frakklandi.
Marokkó er í 22. sæti á heimslista FIFA, næstefst Afríkuþjóða á eftir Senegal. Marokkóbúar komust í sextán liða úrslit á HM í Mexíkó árið 1986 en hafa fallið út í riðlakeppninni 1970, 1994, 1998 og 2018.
Marokkó vann sinn undanriðil fyrir HM með fullu húsi stiga gegn Gíneu-Bissau, Gíneu og Súdan. Í umspili um sæti á HM vann Marokkó síðan Lýðveldið Kongó 5:2 samanlagt, eftir 1:1-jafntefli á útivelli og 4:1-sigur á heimavelli.
Hakim Ziyech, kantmaður sem leikur með Chelsea, er ein skærasta stjarna Marokkóbúa en hann hefur skorað 18 mörk í 43 landsleikjum og átti flottan feril í Hollandi með Ajax, Twente og Heerenveen áður en hann fór til Englands. Varnarmaðurinn Achraf Hakimi ólst upp hjá Real Madrid og hefur síðan leikið með Dortmund, Inter Mílanó og París SG.
Marokkó vann Georgíu í vináttulandsleik, 3:0, síðasta fimmtudag. Í september vann liðið sigur á Síle, 2:0, og gerði 0:0-jafntefli við Paragvæ í vináttuleikjum.
Walid Regragui þjálfar lið Marokkó en hann tók við í lok ágúst þegar Vahid Halilhodzic var rekinn. Hann er 47 ára gamall og lék sjálfur 45 landsleiki fyrir Marokkó, spilaði í Frakklandi og á Spáni allan sinn feril, og þjálfaði síðan lið Wydad og Rabat í heimalandinu og Al-Duhail í Katar.
Markverðir:
1 Yassine Bounou, 31 árs, Sevilla (Spáni), 46 leikir
12 Munir Mohamedi, 33 ára, Al Wehda (Sádi-Arabíu), 43 leikir
22 Ahmed Reda Tagnaouti, 26 ára, Wydad, 3 leikir
Varnarmenn:
2 Achraf Hakimi, 24 ára, París SG (Frakklandi), 54 leikir, 8 mörk
3 Noussair Mazraoui, 25 ára, Bayern München (Þýskalandi), 15 leikir, 2 mörk
5 Nayef Aguerd, 26 ára, West Ham (Englandi), 22 leikir, 1 mark
6 Romain Saiss, 32 ára, Besiktas (Tyrklandi), 66 leikir, 1 mark
18 Jawad El Yamiq, 30 ára, Valladolid (Spáni), 12 leikir, 2 mörk
20 Achraf Dari, 23 ára, Brest (Frakklandi), 4 leikir
23 Badr Benoun, 29 ára, Qatar SC (Katar), 3 leikir
25 Yahia Attiyat Allah, 27 ára, Wydad, 2 leikir
Miðjumenn:
4 Sofyan Amrabat, 26 ára, Fiorentina (Ítalíu), 39 leikir
8 Azzedine Ounahi, 22 ára, Angers (Frakklandi), 10 leikir, 2 mörk
11 Abdelhamid Sabiri, 25 ára, Sampdoria (Ítalíu), 2 leikir, 1 mark
13 Ilias Chair, 25 ára, QPR (Englandi), 11 leikir, 1 mark
15 Selim Amallah, 26 ára, Standard Liege (Belgíu), 24 leikir, 4 mörk
24 Bilal El Khannous, 18 ára, Genk (Belgíu), nýliði
26 Yahya Jabrane, 31 árs, Wydad, 5 leikir
Sóknarmenn:
7 Hakim Ziyech, 29 ára, Chelsea (Englandi), 43 leikir, 18 mörk
9 Abderrazak Hamdallah, 31 árs, Al-Ittihad (Sádi-Arabíu), 18 leikir, 6 mörk
10 Anass Zaroury, 22 ára, Burnley (Englandi), 1 leikur
14 Zakaria Aboukhlal, 22 ára, Toulouse (Frakklandi), 12 leikir, 2 mörk
16 Abde Ezzalzouli, 20 ára, Osasuna (Spáni), 2 leikir
17 Sofiane Boufal, 29 ára, Angers (Frakklandi), 32 leikir, 6 mörk
19 Youssef En-Nesyri, 25 ára, Sevilla (Spáni), 50 leikir, 15 mörk
21 Walid Cheddira, 24 ára, Bari (Ítalíu), 2 leikir