HM í dag: Lið Spánar

Sergio Busquets er reyndasti leikmaður Spánverja og fyrirliði liðsins.
Sergio Busquets er reyndasti leikmaður Spánverja og fyrirliði liðsins. AFP/Javier Soriano

Spánverjar eru mættir á sitt sextánda heimsmeistaramót karla í fótbolta.

Spánverjar unnu stórsigur á Kostaríka, 7:0, í fyrstu umferðinni og gerðu jafntefli, 1:1, við Þýskaland í annarri umferð en töpuðu 1:2 fyrir Japan í lokaumferð E-riðils.

Spánverjar eru í 7. sætinu á heimslista FIFA, í fimmta sæti af Evrópuþjóðum. Þeir urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið árið 2010 en höfðu áður best náð fjórða sætinu árið 1950. Þá komust þeir í átta liða úrslit 1934, 1986, 1994 og 2002, en níu sinnum hafa þeir fallið snemma úr keppni.

Spánverjar komust á HM með því að vinna sinn undanriðil, á undan Svíþjóð, Grikklandi, Georgíu og Kósóvó.

Sergio Busquets, varnartengiliðurinn öflugi, er einn eftir úr heimsmeistaraliði Spánar frá árinu 2010 og er fyrirliði liðsins í dag. Hann er þriðji leikjahæstur í sögunni á eftir Sergio Ramos og Iker Casillas. Spánverjar geta stillt upp mjög reyndu byrjunarliði, m.a. með Jordi Alba, Álvaro Morata, Koke og Cesar Azpilicueta innanborðs en eru lika með bráðefnilega unga leikmenn eins og Barcelonastrákana Gavi, Pedri og Ansu Fati.

Luis Enrique er með áhugaverða blöndu af ungum og reyndum …
Luis Enrique er með áhugaverða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum í sínum hópi. AFP/Javier Soriano

Spánverjar sigruðu Jórdaníu 3:1 í vináttulandsleik á fimmtudaginn var. Í september léku þeir tvo leiki í Þjóðadeildinni þar sem þeir töpuðu 1:2 fyrir Sviss á heimavelli en unnu Portúgal 1:0 á útivelli.

Luis Enrique er þjálfari spænska liðsins en hann er 52 ára gamall og lék sjálfur 62 landsleiki fyrir Spánverja en hann spilaði með bæði Real Madrid og Barcelona. Enrique tók við landsliðinu árið 2018 og fór með það í undanúrslit EM. Áður þjálfaði hann Barcelona, Celta Vigo og ítalska liðið Roma. 

LIÐ SPÁNAR:

Markverðir:
1 Robert Sánchez, 25 ára, Brighton (Englandi), 2 leikir
13 David Raya, 27 ára, Brentford (Englandi), 2 leikir
23 Unai Simón, 25 ára, Athletic Bilbao, 27 leikir

Varnarmenn:
2 César Azpilicueta, 33 ára, Chelsea (Englandi), 42 leikir, 1 mark
3 Eric García, 21 árs, Barcelona, 19 leikir
4 Pau Torres, 25 ára, Villarreal, 22 leikir, 1 mark
14 Alejandro Balde, 19 ára, Barcelona B, nýliði
15 Hugo Guillamón, 22 ára, Valencia, 3 leikir, 1 mark
18 Jordi Alba, 33 ára, Barcelona, 87 leikir, 9 mörk
20 Dani Carvajal, 30 ára, Real Madrid, 31 leikur
24 Aymeric Laporte, 28 ára, Manchester City (Englandi), 16 leikir, 1 mark

Miðjumenn:
5 Sergio Busquets, 34 ára, Barcelona, 139 leikir, 2 mörk
6 Marcos Llorente, 27 ára, Atlético Madrid, 17 leikir
8 Koke, 30 ára, Atlético Madrid, 68 leikir
9 Gavi, 18 ára, Barcelona, 13 leikir, 2 mörk
16 Rodri, 26 ára, Manchester City (Englandi), 35 leikir, 1 mark
19 Carlos Soler, 25 ára, París SG (Frakklandi), 12 leikir, 3 mörk
26 Pedri, 19 ára, Barcelona, 14 leikir

Sóknarmenn:
7 Álvaro Morata, 30 ára, Atlético Madrid, 57 leikir, 27 mörk
10 Marco Asensio, 26 ára, Real Madrid, 31 leikur, 1 mark
11 Ferran Torres, 22 ára, Barcelona, 31 leikur, 13 mörk
12 Nico Williams, 20 ára, Athletic Bilbao, 3 leikir, 1 mark
17 Yeremy Pino 20 ára, Villarreal, 7 leikir, 1 mark
21 Dani Olmo, 24 ára, RB Leipzig (Þýskalandi), 25 leikir, 4 mörk
22 Pablo Sarabia, 30 ára, París SG (Frakklandi), 25 leikir, 9 mörk
25 Ansu Fati, 20 ára, Barcelona, 5 leikir, 2 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert