Þýskaland leikur á sínu 20. heimsmeistaramóti karla í fótbolta.
Þýskaland tapaði 1:2 fyrir Japan í fyrstu umferðinni og gerði jafntefli, 1:1, við Spán í annarri umferð.
Þýskaland var ekki með á fyrsta mótinu árið 1930 og var í banni í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1950. Frá fyrsta heimsmeistaratitlinum árið 1954 hafa Þjóðverjar alltaf verið með. Þeir unnu titilinn einnig 1974, 1990 og svo árið 2014. Þýskaland hefur fengið silfrið árin 1966, 1982, 1986 og 2002 og bronsið 1934, 1970, 2006 og 2010. Lakasta árangri sínum náði liðið í Rússlandi árið 2018 þegar það féll út í riðlakeppninni.
Þjóðverjar komust á HM með því að vinna yfirburðasigur í sínum undanriðli. Þeir fengu 27 stig af 30 mögulegum gegn Norður-Makedóníu, Rúmeníu, Armeníu, Íslandi og Liechtenstein.
Manuel Neuer, einn besti markvörður heims um árabil, og Thomas Müller eru þeir sem eftir standa af heimsmeistaraliðinu frá árinu 2014, ásamt Mario Götze sem var valinn í hópinn fyrir HM eftir langa fjarveru. Miðjumennirnir Joshua Kimmich og Ilkay Gündogan eru í stórum hlutverkum en 20 leikmenn í hópnum spila með þýskum liðum.
Þjóðverjar sigruðu Óman 1:0 í vináttuleik á miðvikudaginn var. Þeir léku tvo leiki í Þjóðadeildinni í september þar sem þeir töpuðu 0:1 heima gegn Ungverjum en gerðu jafntefli, 3:3, við Englendinga á Wembley.
Hansi Flick þjálfar þýska liðið en hann tók við af Joachim Löw sumarið 2021. Flick er 57 ára Þjóðverji sem lék sjálfur með Bayern München og Köln en var aðstoðarþjálfari þýska liðsins í átta ár. Hann tók síðan við Bayern og þjálfaði meistaraliðið árin 2019 til 2021.
Markverðir:
1 Manuel Neuer, 36 ára, Bayern München, 114 leikir
12 Kevin Trapp, 32 ára, Eintracht Frankfurt, 6 leikir
22 Marc-André ter Stegen, 30 ára, Barcelona (Spáni), 30 leikir
Varnarmenn:
2 Antonio Rüdiger, 29 ára, Real Madrid (Spáni), 54 leikir, 2 mörk
3 David Raum, 24 ára, RB Leipzig, 12 leikir
4 Matthias Ginter, 28 ára, Freiburg, 47 leikir, 2 mörk
5 Thilo Kehrer, 26 ára, West Ham (Englandi), 23 leikir
15 Niklas Süle, 27 ára, Dortmund, 42 leikir, 1 mark
16 Lukas Klostermann, 26 ára, RB Leipzig, 19 leikir
20 Christian Günter, 29 ára, Freiburg, 7 leikir
23 Nico Schlotterbeck, 22 ára, Dortmund, 6 leikir
25 Armel Bella-Kotchap, 20 ára, Southampton (Englandi), 2 leikir
Miðjumenn:
6 Joshua Kimmich, 27 ára, Bayern München, 71 leikur, 5 mörk
7 Kai Havertz, 23 ára, Chelsea (Englandi), 31 leikur, 10 mörk
8 Leon Goretzka, 27 ára, Bayern München, 45 leikir, 14 mörk
11 Mario Götze, 30 ára, Eintracht Frankfurt, 63 leikir, 17 mörk
14 Jamal Musiala, 19 ára, Bayern München, 17 leikir, 1 mark
17 Julian Brandt, 26 ára, Dortmund, 39 leikir, 3 mörk
18 Jonas Hofmann, 30 ára, Mönchengladbach, 17 leikir, 4 mörk
21 Ilkay Gündogan, 32 ára, Manchester City (Englandi), 63 leikir, 16 mörk
Sóknarmenn:
9 Niclas Füllkrug, 29 ára, Werder Bremen, 1 leikur, 1 mark
10 Serge Gnabry, 27 ára, Bayern München, 36 leikir, 20 mörk
13 Thomas Müller, 33 ára, Bayern München, 118 leikir, 44 mörk
19 Leroy Sané, 26 ára, Bayern München, 48 leikir, 11 mörk
24 Karim Adeyemi, 20 ára, Dortmund, 4 leikir, 1 mark
26 Youssoufa Moukoko, 18 ára, Dortmund, 1 leikur