Kamerún leikur á sínu áttunda heimsmeistaramóti karla í fótbolta.
Kamerún tapaði 0:1 fyrir Sviss í fyrstu umferð G-riðilsins og gerði jafntefli, 3:3, við Serbíu í annarri umferð.
Kamerún er í 43. sæti á heimslista FIFA, í sjöunda sæti Afríkuþjóða. Besti árangri sínum til þessa náði Kamerún á HM 1990 á Ítalíu þegar liðið komast í átta liða úrslit. Í öll hin sex skiptin féll liðið út í riðlakeppninni en Kamerún lék einnig á HM 1982, 1994, 1998, 2002, 2010 og 2014.
Kamerún vann sinn riðil í undankeppni HM eftir baráttu við Fílabeinsströndina en Mósambík og Malaví voru einnig í riðlinum. Í umspili um sæti á HM vann liðið Alsír 2:1 á útivelli eftir 0:1 ósigur á heimavelli og komst áfram á mörkum skoruðum á útivelli.
Eric Maxim Choupo-Moting sóknarmaður Kamerún leikur með Bayern München og kom þangað frá öðru stórliði, París SG. Hann og Vincent Aboubakar fyrirliði eru tveir af reyndustu mönnum liðsins og jafnframt sóknarmenn sem eru líklegastir til að skora fyrir liðið.
Kamerún lék fjóra vináttuleiki fyrir HM. Í september tapaði liðið 0:2 fyrir Úsbekistan og 0:1 fyrir Suður-Kóreu en í nóvember gerði liðið 1:1 jafntefli við bæði Jamaíku og Panama.
Rigobert Song þjálfar lið Kamerún en hann tók við liðinu í annað sinn í febrúar á þessu ári. Song er 46 ára og leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar í Kamerún með 137 landsleiki en hann lék með liðinu á fjórum heimsmeistaramótum, því fyrsta 17 ára gamall í Mexíkó árið 1994. Song lék í Frakklandi, á Ítalíu, með ensku liðunum Liverpool og West Ham, og lék sex síðustu ár ferilsins í Tyrklandi. Hann þjálfaði landsliðið á árunum 2016-2018 og var síðan með U23 ára lið þjóðarinnar í fjögur ár.
Markverðir:
1 Simon Ngapandouetnbu, 19 ára, Marseille (Frakklandi), nýliði
16 Devis Epassy, 29 ára, Abha (Sádi-Arabíu), 5 leikir
23 André Onana, 26 ára, Inter Mílanó (Ítalíu), 33 leikir
Varnarmenn:
3 Nicolas Nkoulou, 32 ára, Aris (Grikklandi), 78 leikir, 2 mörk
4 Christopher Wooh, 21 árs, Rennes (Frakklandi), 3 leikir
17 Olivier Mbaizo, 25 ára, Philadelphia Union (Bandaríkjunum), 11 leikir
19 Collins Fai, 30 ára, Al-Tai (Sádi-Arabíu), 52 leikir
21 Jean-Charles Castelletto, 27 ára, Nantes (Frakklandi), 14 leikir
24 Enzo Ebosse, 23 ára, Udinese (Ítalíu), 2 leikir
25 Nouhou Tolo, 25 ára, Seattle Sounders (Bandaríkjunum), 18 leikir
Miðjumenn:
2 Jerome Ngom Mbekeli, 24 ára, Colombe Sportive, 2 leikir
5 Gaël Ondoua, 27 ára, Hannover (Þýskalandi), 4 leikir
8 André-Frank Zambo Anguissa, 27 ára, Napoli (Ítalíu), 43 leikir, 5 mörk
14 Samuel Gouet, 24 ára, Mechelen (Belgíu), 22 leikir
15 Pierre Kunde, 27 ára, Olympiacos (Grikklandi), 32 leikir, 1 mark
18 Martin Hongla, 24 ára, Hellas Verona (Ítalíu), 19 leikir
22 Olivier Ntcham, 26 ára, Swansea City (Wales), 3 leikir
Sóknarmenn:
6 Moumi Ngamaleu, 28 ára, Dinamo Moskva (Rússlandi), 42 leikir, 4 mörk
7 Georges-Kévin Nkoudou, 27 ára, Besiktas (Tyrklandi), 2 leikir
9 Jean-Pierre Nsame, 29 ára, Young Boys (Sviss), 4 leikir
10 Vincent Aboubakar, 30 ára, Al-Nassr (Sádi-Arabíu), 91 leikur, 33 mörk
11 Christian Bassogog, 27 ára, Shanghai Shenhua (Kína), 43 leikir, 7 mörk
12 Karl Toko Ekambi, 30 ára, Lyon (Frakklandi), 51 leikur, 12 mörk
13 Eric-Maxim Choupo-Moting, 33 ára, Bayern München (Þýskalandi), 69 leikir, 19 mörk
20 Bryan Mbeumo, 23 ára, Brentford (Englandi), 3 leikir
26 Souaibou Marou, 21 árs, Coton Sport, 3 leikir, 1 mark