Serbar eru mættir á sitt þriðja heimsmeistaramót undir sínu nafni.
Serbar töpuðu 0:2 fyrir Brasilíu í fyrstu umferð G-riðilsins og gerðu jafntefli, 3:3, við Kamerún í annarri umferð.
Serbía er í 21. sæti á heimslista FIFA, í 13. sæti af Evrópuþjóðum. Serbar voru hluti af Júgóslavíu sem komst í undanúrslit HM 1930 og 1962 og lék átta sinnum í lokakeppninni. Þá lék lið Serbíu og Svartfjallalands á HM 2006. Júgóslavía komst í 8-liða úrslit 1990 en lið Serba eða Serbíu/Svartfjallalands hefur aldrei komist upp úr riðlakeppni HM.
Serbar komust á HM með því að vinna sinn undanriðil þar sem þeir fengu 20 stig í átta leikjum gegn Portúgal, Írlandi, Lúxemborg og Aserbaídsjan.
Aleksandar Mitrovic er sjóðheitur sóknarmaður Serbíu og enska úrvalsdeildarliðsins Fulham. Hann er langmarkahæstur í sögu serbneska landsliðsins með 50 mörk. Fyrirliðinn Dusan Tadic, leikmaður Ajax, er orðinn sá fimmti leikjahæsti. Ellefu af leikmönnum serbneska liðsins leika í ítölsku A-deildinni og tveir þeirra, Dusan Vlahovic og Filip Kostic, með Juventus.
Serbar unnu tvo leiki í Þjóðadeildinni í september þegar þeir lögðu Svía 4:1 á heimavelli og Norðmenn 2:0 á útivelli. Þeir sigruðu síðan Barein í vináttuleik á útivelli rétt áður en HM hófst.
Dragan Stojkovic þjálfar serbneska liðið og tók við því í mars 2021. Hann er 57 ára og lék á sínum tíma 84 landsleiki fyrir Júgóslavíu. Hann lék sjálfur sjö síðustu ár ferilsins í Japan og þjálfaði síðan þar til ársins 2013 en eftir það í Kína á árunum 2015 til 2020.
Markverðir:
1 Marko Dmitrovic, 30 ára, Sevilla (Spáni), 19 leikir
12 Predrag Rajkovic, 27 ára, Mallorca (Spáni), 28 leikir
23 Vanja Milinkovic-Savic, 25 ára, Torino (Ítalíu), 7 leikir
Varnarmenn:
2 Strahinja Pavlovic, 21 árs, RB Salzburg (Austurríki), 22 leikir, 1 mark
3 Strahinja Erakovic, 21 árs, Rauða stjarnan, 2 leikir
4 Nikola Milenkovic, 25 ára, Fiorentina (Ítalíu), 38 leikir, 3 mörk
5 Milos Veljkovic, 27 ára, Werder Bremen (Þýskalandi), 21 leikur
13 Stefan Mitrovic, 32 ára, Getafe (Spáni), 35 leikir
15 Srban Babic, 26 ára, Almería (Spáni), 2 leikir
25 Filip Mladenovic, 31 árs, Legia Varsjá (Póllandi), 20 leikir, 1 mark
Miðjumenn:
6 Nemanja Maksimovic, 27 ára, Getafe (Spáni), 40 leikir
7 Nemanja Radonjic, 26 ára, Torino (Ítalíu), 36 leikir, 5 mörk
8 Nemanja Gudelj, 31 árs, Sevilla (Spáni), 49 leikir, 1 mark
10 Dusan Tadic, 34 ára, Ajax (Hollandi), 91 leikur, 20 mörk
14 Andrija Zivkovic, 26 ára, PAOK (Grikklandi), 29 leikir, 1 mark
16 Sasa Lukic, 26 ára, Torino (Ítalíu), 32 leikir, 2 mörk
17 Filip Kostic, 30 ára, Juventus (Ítalíu), 50 leikir, 3 mörk
19 Uros Racic, 24 ára, Braga (Portúgal), 9 leikir
20 Sergej Milinkovic-Savic, 27 ára, Lazio (Ítalíu), 36 leikir, 6 mörk
21 Filip Duricic, 30 ára, Sampdoria (Ítalíu), 37 leikir, 5 mörk
22 Darko Lazovic, 32 ára, Hellas Verona (Ítalíu), 26 leikir
24 Ivan Ilic, 21 árs, Hellas Verona (Ítalíu), 6 leikir
26 Marko Grujic, 26 ára, Porto (Portúgal), 18 leikir
Sóknarmenn:
9 Aleksandar Mitrovic, 28 ára, Fulham (Englandi), 76 leikir, 50 mörk
11 Luka Jovic, 24 ára, Fiorentina (Ítalíu), 29 leikir, 10 mörk
18 Dusan Vlahovic, 22 ára, Juventus (Ítalíu), 17 leikir, 9 mörk