HM í dag: Lið Suður-Kóreu

Son Heung-min brákaðist í andliti snemma í nóvember og æfði …
Son Heung-min brákaðist í andliti snemma í nóvember og æfði með grímu á lokasprettinum fyrir HM. AFP/Jung yeon-je

Suður-Kórea er mætt á sitt ellefta heimsmeistaramót karla í fótbolta.

Suður-Kórea gerði markalaust jafntefli við Úrúgvæ í fyrstu umferðinni en tapaði 2:3 fyrir Gana í annarri umferð og vann Portúgal 2:1 í lokaumferð H-riðilsins.

Suður-Kórea er í 28. sæti á heimslista FIFA, í þriðja sæti Asíuþjóða. Besta árangri sínum á HM náði liðið á heimavelli árið 2002 þegar það endaði í fjórða sæti. Annars hefur liðið alltaf fallið út í riðlakeppninni, nema þegar það komst í 16-liða úrslitin árið 2010. Suður-Kórea hefur nú tekið þátt í 10 heimsmeistaramótum í röð, frá 1986, en það fyrsta var 1954.

Son Heung-min er fyrirliði og stjörnuleikmaður Suður-Kóreu en hann hefur verið í stóru hlutverki í liði Tottenham undanfarin ár. Hann er líka bæði leikja- og markahæsti leikmaður liðsins í dag. Fjórtán leikmanna liðsins spila með félagsliðum í Suður-Kóreu.

Paulo Bento þjálfari Suður-Kóreu ræðir við Hwang Hee-chan á æfingu …
Paulo Bento þjálfari Suður-Kóreu ræðir við Hwang Hee-chan á æfingu í Katar. AFP/Jung yeon-je

Suður-Kórea lék þrjá vináttulandsleiki fyrir HM, alla á heimavelli. Liðið gerði 2:2 jafntefli við Kosta Ríku og vann Kamerún 1:0 í september, og sigraði síðan Ísland 1:0 þann 11. nóvember.

Paulo Bento, 53 ára gamall Portúgali, þjálfar Suður-Kóreu en hann tók við liðinu árið 2018. Hann lék 35 landsleiki fyrir Portúgal og þjálfaði landsliðið þar 2010-2014. Hann hefur einnig stýrt Sporting Lissabon og Olympiacos í Grikklandi ásamt því að þjálfa um skeið í Brasilíu og Kína. 

LIÐ SUÐUR-KÓREU:

Markverðir:
1 Kim Seung-gyu, 32 ára, Al-Shabab (Sádi-Arabíu), 67 leikir
12 Song Bum-keun, 25 ára, Jeonbuk Hyundai Motors, 1 leikur
21 Jo Hyeon-woo, 31 árs, Ulsan Hyundai, 22 leikir

Varnarmenn:
2 Yoon Jong-gyu, 24 ára, Seoul, 4 leikir
3 Kim Jin-su, 30 ára, Jeonbuk Hyundai Motors, 61 leikur, 2 mörk
4 Kim Min-jae, 26 ára, Napoli (Ítalíu), 44 leikir, 3 mörk
14 Hong Chul, 32 ára, Daegu, 46 leikir, 1 mark
15 Kim Moon-hwan, 27 ára, Jeonbuk Hyundai Motors, 22 leikir
19 Kim Young-gwon, 32 ára, Ulsan Hyundai, 96 leikir, 6 mörk
20 Kwon Kyung-won, 30 ára, Gamba Osaka (Japan), 28 leikir, 2 mörk
23 Kim Tae-hwan, 33 ára, Ulsan Hyundai, 19 leikir
24 Cho Yu-min, 26 ára, Daejeon Hana Citizen, 4 leikir

Miðjumenn:
5 Jung Woo-young, 32 ára, Al-Sadd (Katar), 66 leikir, 3 mörk
6 Hwang In-beom, 26 ára, Olympiacos (Grikklandi), 37 leikir, 4 mörk
7 Son Heung-min, 30 ára, Tottenham (Englandi), 104 leikir, 35 mörk
8 Paik Seung-ho, 25 ára, Jeonbuk Hyundai Motors, 14 leikir, 2 mörk
10 Lee Jae-sung, 30 leikir, Mainz (Þýskalandi), 64 leikir, 9 mörk
11 Hwang Hee-chan, 26 ára, Wolves (Englandi), 49 leikir, 9 mörk
13 Son Jun-ho, 30 ára, Shandong Taishan (Kína), 15 leikir
17 Na Sang-ho, 26 ára, Seoul, 24 leikir, 2 mörk
18 Lee Kang-in, 21 árs, Mallorca (Spáni), 6 leikir
22 Kwon Chang-hoon, 28 ára, Gimcheon Sangmu, 42 leikir, 12 mörk
25 Jeong Woo-yeong, 23 ára, Freiburg (Þýskalandi), 9 leikir, 2 mörk
26 Song Min-kyu, 23 ára, Jeonbuk Hyundai Motors, 13 leikir, 1 mark

Sóknarmenn:
9 Cho Gue-sung, 24 ára, Jeonbuk Hyundai Motors, 16 leikir, 4 mörk
16 Hwang Ui-jo, 30 ára, Olympiacos (Grikklandi), 49 leikir, 16 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert