HM í dag: Lið Sviss

Granit Xhaka er fyrirliði Svisslendinga og leikur með Arsenal.
Granit Xhaka er fyrirliði Svisslendinga og leikur með Arsenal. AFP/Franck Fife

Svisslendingar leika á sínu tólfta heimsmeistaramóti karla í fótbolta.

Sviss vann Kamerún 1:0 í fyrstu umferðinni í Katar en tapaði 0:1 fyrir Brasilíu í annarri umferð og vann loks Serbíu 3:2 í lokaumferðinni.

Sviss er í 15. sæti á heimslista FIFA, í 11. sæti af Evrópuþjóðum. Sviss náði sínum besta árangri á HM árin 1934, 1938 og 1954 en liðið komst í 8-liða úrslit á þessum mótum. Frá þeim tíma hefur liðið fjórum sinnum komist í 16-liða úrslit, 1994, 2006, 2014 og 2018.

Sviss komst á HM 2022 með því að vinna sinn riðil í undankeppninni, eftir mikið einvígi við Evrópumeistara Ítalíu, en Norður-Írland, Búlgaría og Litháen voru einnig í riðlinum.

Granit Xhaka er fyrirliði Svisslendinga og varafyrirliði enska toppliðsins Arsenal, sem hann hefur leikið með í sex ár. Hann er orðinn fimmti leikjahæstur í sögu landsliðsins með 107 leiki. Tveimur sætum fyrir ofan hann er varafyrirliðinn Xherdan Shaqiri, sem er kominn með 109 landsleiki og er markahæstur núverandi leikmanna liðsins með 26 mörk. 

Murat Yakin þjálfar Svisslendinga og hann kom þeim á HM …
Murat Yakin þjálfar Svisslendinga og hann kom þeim á HM eftir slag við ítölsku Evrópumeistarana. AFP

Sviss tapaði 2:0 fyrir Gana í vináttulandsleik síðasta fimmtudag. Í september vann liðið hinsvegar tvo leiki í Þjóðadeildinni, lagði þá Spán 2:1 á útivelli og Tékkland 2:1 á heimavelli.

Murat Yakin þjálfar Sviss en hann er 48 ára gamall og lék sjálfur 49 landsleiki fyrir Sviss. Hann tók við landsliðinu í ágúst 2021. Yakin þjálfaði áður mörg félagslið í Sviss, síðast Schaffhausen, og var eitt tímabil með rússneska liðið Spartak frá Moskvu.

LIÐ SVISS:

Markverðir:
1 Yann Sommer, 33 ára, Mönchengladbach (Þýskalandi), 77 leikir
12 Jonas Omlin, 28 ára, Montpellier (Frakklandi), 4 leikir
21 Gregor Kobel, 24 ára, Dortmund (Þýskalandi), 3 leikir
24 Philipp Köhn, 24 ára, RB Salzburg (Austurríki), nýliði

Varnarmenn:
3 Silvan Widmer, 29 ára, Mainz (Þýskalandi), 34 leikir, 2 mörk
4 Nico Elvedi, 26 ára, Mönchengladbach (Þýskalandi), 41 leikur, 1 mark
5 Manuel Akanji, 27 ára, Manchester City (Englandi), 43 leikir, 1 mark
13 Ricardo Rodriguez, 30 ára, Torino (Ítalíu), 100 leikir, 9 mörk
18 Eray Cömert, 24 ára, Valencia (Spáni), 10 leikir
22 Fabian Schär, 30 ára, Newcastle (Englandi), 73 leikir, 6 mörk

Miðjumenn:
2 Edimilson Fernandes, 26 ára, Mainz (Þýskalandi), 22 leikir, 2 mörk
6 Denis Zakaria, 26 ára, Chelsea (Englandi), 43 leikir, 4 mörk
8 Remo Freuler, 30 ára, Nottingham Forest (Englandi), 49 leikir, 5 mörk
10 Granit Xhaka, 30 ára, Arsenal (Englandi), 107 leikir, 12 mörk
11 Renato Steffen, 31 árs, Lugano, 28 leikir, 1 mark
14 Michel Aebischer, 25 ára, Bologna (Ítalíu), 12 leikir
15 Djibril Sow, 25 ára, Eintracht Frankfurt (Þýskalandi), 32 leikir
20 Fabian Frei, 33 ára, Basel, 22 leikir, 3 mörk
23 Xherdan Shaqiri, 31 árs, Chicago Fire (Bandaríkjunum), 109 leikir, 26 mörk
25 Fabian Rieder, 20 ára, Young Boys, nýliði
26 Ardon Jashari, 20 ára, Luzern, 1 leikur

Sóknarmenn:
7 Breel Embolo, 25 ára, Mónakó (Frakklandi), 59 leikir, 11 mörk
9 Haris Seferovic, 30 ára, Galatasaray (Tyrklandi), 89 leikir, 25 mörk
16 Christian Fassnacht, 29 ára, Young Boys, 16 leikir, 4 mörk
17 Ruben Vargas, 24 ára, Augsburg (Þýskalandi), 27 leikir, 4 mörk
19 Noah Okafor, 22 ára, RB Salzburg (Austurríki), 9 leikir, 2 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert