HM í dag: Lið Úrúgvæ

Edinson Cavani og Luis Suárez eru markahæstu landsliðsmenn sögunnar í …
Edinson Cavani og Luis Suárez eru markahæstu landsliðsmenn sögunnar í Úrúgvæ. AFP/Mauro Pimentel

Úrúgvæ tekur þátt í sínu fjórtánda heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu.

Úrúgvæ gerði markalaust jafntefli við Suður-Kóreu í fyrstu umferðinni og tapaði 0:2 fyrir Portúgal í annarri umferð.

Úrúgvæ er í 14. sæti heimslista FIFA og í þriðja sæti Suður-Ameríkuþjóða. Úrúgvæ varð fyrsti heimsmeistarinn árið 1930 á heimavelli og aftur 1950 í Brasilíu, en neitaði að taka þátt í mótum í Evrópu í millitíðinni. Frá þeim tíma hefur Úrúgvæ þrisvar endað í fjórða sæti á HM, árin 1954, 1970 og 2010. Liðið féll út í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi 2018.

Úrúgvæ komst á HM 2022 með því að enda í þriðja sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku, á eftir Brasilíu og Argentínu, með Ekvador, Perú og Kólumbíu í næstu sætum fyrir aftan sig.

Edinson Cavani og Luis Suárez eru tveir af reyndustu sóknarmönnum heims. Þeir hafa samanlagt skorað 126 mörk fyrir landslið Úrúgvæ og eru markahæstir í sögu landsliðsins. Fyrirliðinn Diego Godín er sá eini sem hefur spilað fleiri landsleiki en þeir en að markverðinum Fernando Muslera meðtöldum eru fjórir leikjahæstu landsliðsmenn Úrúgvæ í sögunni allir mættir til leiks í Katar.

Diego Alonso tók við liði Úrúgvæ þegar hinn þrautreyndi Óscar …
Diego Alonso tók við liði Úrúgvæ þegar hinn þrautreyndi Óscar Tabarez lét af störfum í lok síðasta árs. AFP/Pablo Porciuncula

Úrúgvæ lék tvo vináttuleiki fyrir HM, báða í september. Fyrst tapaði liðið 0:1 fyrir Íran í Austurríki en vann síðan Kanada 2:0 í Slóvakíu.

Diego Alonso tók við liði Úrúgvæ í desember 2021 eftir að Óscar Tabárez hafði stýrt liðinu i 15 ár. Alonso er 47 ára og lék 7 landsleiki fyrir Úrúgvæ en hann þjálfaði áður félagslið í Úrúgvæ, Paragvæ, Mexíkó og síðast Inter Miami í Bandaríkjunum. 

LIÐ ÚRÚGVÆ:

Markverðir:
1 Fernando Muslera, 36 ára, Galatasaray (Tyrklandi), 133 leikir
12 Sebastián Sosa, 36 ára, Independiente (Argentínu), 1 leikur
23 Sergio Rochet, 29 ára, Nacional, 8 leikir

Varnarmenn:
2 José Giménez, 27 ára, Atlético Madrid (Spáni), 78 leikir, 8 mörk
3 Diego Godín, 36 ára, Velez Sarsfield (Argentínu), 159 leikir, 8 mörk
4 Ronald Araújo, 23 ára, Barcelona (Spáni), 12 leikir
13 Guillermo Varela, 29 ára, Flamengo (Brasilíu), 9 leikir
16 Mathías Olivera, 25 ára, Napoli (Ítalíu), 8 leikir
17 Matías Vina, 25 ára, Roma (Ítalíu), 26 leikir
19 Sebastián Coates, 32 ára, Sporting Lissabon (Portúgal), 47 leikir, 1 mark
22 Martín Cáceres, 35 ára, LA Galaxy (Bandaríkjunum), 115 leikir, 4 mörk
26 José Luis Rodríguez, 25 ára, Nacional, nýliði

Miðjumenn:
5 Matías Vecino, 31 árs, Lazio (Ítalíu), 62 leikir, 4 mörk
6 Rodrigo Bentancur, 25 ára, Tottenham (Englandi), 51 leikur, 1 mark
7 Nicolás de la Cruz, 25 ára, River Plate (Argentínu), 17 leikir, 2 mörk
10 Giorgian de Arrascaeta, 28 ára, Flamengo (Brasilíu), 40 leikir, 8 mörk
14 Lucas Torreira, 26 ára, Galatasaray (Tyrklandi), 40 leikir
15 Federico Valverde, 24 ára, Real Madrid (Spáni), 44 leikir, 4 mörk
25 Manuel Ugarte, 21 árs, Sporting Lissabon (Portúgal), 6 leikir

Sóknarmenn:
8 Facundo Pellistri, 20 ára, Manchester United (Englandi), 7 leikir
9 Luis Suárez, 35 ára, Nacional, 134 leikir, 68 mörk
11 Darwin Núnez, 23 ára, Liverpool (Englandi), 13 leikir, 3 mörk
18 Maxi Gómez, 26 ára, Trabzonspor (Tyrklandi), 27 leikir, 4 mörk
20 Facundo Torres, 22 ára, Orlando City (Bandaríkjunum), 10 leikir
21 Edinson Cavani, 35 ára, Valencia (Spáni), 133 leikir, 58 mörk
24 Agustín Canobbio, 24 ára, Athletico Paranaense (Brasilíu), 3 leikir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert