Leikmenn sungu en áhorfendur bauluðu

Áhorfendur frá Íran láta í ljós vanþóknun sína á stjórnvöldum …
Áhorfendur frá Íran láta í ljós vanþóknun sína á stjórnvöldum heima fyrir á meðan þjóðsöngurinn er leikinn í Katar. AFP/Adrian Dennis

Íranskir áhorfendur á leik Íran og Wales á heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem hófst klukkan 10 í Katar bauluðu á meðan þjóðsöngur þeirra var leikinn fyrir leikinn.

Mannréttindabrot í heimalandinu eru greinilega ofarlega í hugum Írana og ljóst var að um miklar tilfinningar var að ræða en samkvæmt lýsingu BBC hágrétu margir stuðningsmanna íranska liðsins.

Hins vegar sungu leikmenn Íran þjóðsönginn í þetta sinn en mikla athygli vakti fyrir fyrsta leik þeirra á mótinu gegn Englendingum að enginn þeirra tók undir þegar þjóðsöngurinn var leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert