Belgíski framherjinn Romelu Lukaku fór illa með nokkur afar góð færi er Belgar þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli við Króata á HM í fótbolta í Katar í dag. Úrslitin þýða að Belgía er úr leik.
Lukaku var allt annað en sáttur við sjálfan sig í leikslok og átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum. Brast hann í grát í leikslok, áður en sorgin breyttist í reiði. Leikmaðurinn gekk þá upp að varamannaskýli og braut það með þungu höggi.
Thierry Henry, fyrrverandi framherji franska landsliðsins, reyndi að hugga Lukaku eftir leik, en án árangurs.
Roberto Martínez hætti þjálfun belgíska liðsins eftir leikinn. Myndskeið af því þegar Lukaku braut varamannaskýlið má sjá hér fyrir neðan.
— Out Of Context Football (@nocontextfooty) December 1, 2022