„Við teljum okkur hafa tíma til að koma Neymar í stand í tæka tíð,“ sagði Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska liðsins, sem mætir Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Katar á mánudag.
Neymar varð fyrir ökklameiðslum í opnunarleik Brasilíu í G-riðli gegn Serbíu í nóvember.
„Það er möguleiki á að Neymar verði klár.“