Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo ætlar ekki að leggja landsliðsskóna á hilluna og telur sig getað hjálpað portúgalska liðinu á Evrópumótinu 2024.
Eftir 0:1 ósigur Portúgals fyrir Marokkó í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar á laugardaginn var sendi Ronaldo frá sér skilaboð á Instagram um að draumur hans um að vinna HM væri nú búinn.
Margir héldu að með þessum skilaboðum væri landsliðsferill 37 ára Portúgalans einnig búinn en samkvæmt portúgalska miðlinum Correio de Manha er það langt frá því að vera raunin.
Ronaldo telur sig enn geta hjálpað liði sínu og ætlar sér að vera í leikmannahópnum fyrir Evrópumótið 2024 í Þýskalandi, skyldi Portúgal komast þangað.