Egyptar standa vel að vígi

Egyptarnir Ibrahim El Masry og Ahmed Elahmar stöðva Tékkann Leos …
Egyptarnir Ibrahim El Masry og Ahmed Elahmar stöðva Tékkann Leos Petrovsky í leiknum í dag. EPA

Egyptar standa mjög vel að vígi í baráttunni um þriðja og fjórða sætið i C-riðlinum, riðli Íslands, á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar eftir sigur á Tékkum, 27:24, í dag.

Egyptar eru þá komnir með 4 stig eftir þrjá leiki en Tékkar eru enn án stiga og eiga eftir að mæta Íslandi og Alsír. 

Egyptar náðu undirtökunum fljótlega í leiknum og staðan í hálfleik var 13:10, þeim í hag. Tékkar jöfnuðu í 13:13 og siðan var hnífjafnt lengi vel en Egyptar komust í 23:19 þegar tíu mínútur voru eftir og Tékkar réðu ekki við það.

Ahmed Elahmar skoraði 6 mörk fyrir Egypta, Mohamed Hashem og Eslam Issa 4 hvor. Hjá Tékkum var Jakub Hrstka með 5 mörk og Filip Jicha skoraði 4.

Ísland mætir Tékklandi á fimmtudaginn og Egyptalandi á laugardaginn.

Svíþjóð er með 4 stig, Frakkland 4, Egyptaland 4, Ísland 2, Tékkland 0, Alsír 0. Leikir Íslands - Frakklands og Svíþjóðar - Alsír hefjast klukkan 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert