Eru Arnór og Aron úr leik?

Aron Pálmarsson í baráttu við Hendrik Pekeler og Jannik Kohlbacher …
Aron Pálmarsson í baráttu við Hendrik Pekeler og Jannik Kohlbacher í leiknum við Þjóðverja í kvöld. AFP

Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik gæti hafa orðið fyr­ir mik­illi blóðtöku í kvöld þegar tveir leik­menn liðsins meidd­ust í viður­eign­inni við Þýska­land í mill­iriðlakeppni heims­meist­ara­móts­ins í Lanx­ess-Ar­ena í Köln.

Aron Pálm­ars­son og Arn­ór Þór Gunn­ars­son meidd­ust og hugs­an­legt er að þeir geti ekki beitt sér eða ekki tekið þátt í leikn­um við Frakka annað kvöld af þess­um sök­um. Eins er ekki hægt að úti­loka að þátt­töku þeirra á mót­inu sé lokið.

Aron meidd­ist á nára og Arn­ór Þór tognaði aft­an verðu læri. Þeir fara rak­leitt eft­ir leik­inn til skoðunar hjá Brynj­ólfi Jóns­syni og Jóni Birgi Guðmunds­syni sjúkraþjálf­ara.

„Ég fann fyr­ir í nár­an­um í vörn­inni snemma leiks og síðan versnaði það þegar ég skoraði í einni sókn­inni um miðjan hálfleik­inn og fór af leik­velli í kjöl­farið," sagði Aron í sam­tali við mbl.is eft­ir leik­inn í kvöld. „Ég get ekk­ert sagt um það á þess­ari stundu hvort ég verði með í næsta leik. Ég fer rak­leitt í skoðun og síðan för­um við aft­ur yfir stöðuna í fyrra­málið. Von­andi er þetta ekki svo al­var­legt að ég geti ekki verið með í næstu leikj­um. Þetta kem­ur allt bet­ur í ljós á morg­un," sagði Aron enn­frem­ur.

Arnór Þór Gunnarsson.
Arn­ór Þór Gunn­ars­son. AFP

„Ég hef aðeins fundið fyr­ir í aft­an­verðu lær­inu síðustu daga en þegar leik­ur­inn hófst fann ég ekki fyr­ir neinu. Þegar komið var fram á tí­undu eða tólfu mín­útu í síðari hálfleik þá fékk ég skot í vöðvann og varð halt­ur. Þá var ekk­ert annað að gera en að fara út af og hleypa frísk­um manni inn á völl­inn," sagði Arn­ór Þór við mbl.is og virt­ist ekki sér­lega bjart­sýnn á að leika með gegn Frökk­um annað kvöld. 

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert