Danir hafa neyðst til þess að gera breytingu á landsliði sínu á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem stendur nú yfir. René Toft Hansen meiddist á nára í leiknum við Norðmenn á fimmtudagskvöldið. Hann verður ekkert meira með af þeim sökum.
Bróðir hans, Henrik Toft Hansen, leysir bróður sinn af en Henrik er nýstiginn upp úr meiðslum.
Danir mæta Egytum í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í kvöld í Jyske Bank Boxen í Herning á mið-Jótlandi.