Óðinn er mættur á hótel landsliðsins

Óðinn Þór Ríkharðsson er kominn til móts við íslenska landsliðið …
Óðinn Þór Ríkharðsson er kominn til móts við íslenska landsliðið í Köln. mbl.is/Hari

Óðinn Þór Rík­h­arðsson, sem kallaður var inn í ís­lenska landsliðið í hand­knatt­leik í morg­un, er kom­inn inn á hót­el landsliðsins í Köln.  Hann fór með flug­vél frá Kast­rup í Kaup­manna­höfn til flug­vall­ar­ins í Bonn, í ná­grenni Köln­ar, hálf­um öðrum tíma síðar eða svo. Afar heppi­legt var að beint flug var frá Kast­rup til Bonn í morg­uns­árið. 

Óðinn Þór hvíl­ist nú á hót­el­inu og mun síðan taka til við und­ir­bún­ing vegna lands­leiks­ins við heims­meist­ara Frakka í Lanx­ess-Ar­ena í Köln í kvöld. Flautað verður til leiks klukk­an hálf­níu.

Bún­ing­ur með nafni Óðins er til­bú­inn hjá liðsstjóra landsliðsins, Guðna Jóns­syni. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is tók landsliðið með sér bún­ings­sett fyr­ir 25 mis­mun­andi leik­menn á heims­meist­ara­mótið til að hafa vaðið fyr­ir neðan sig ef skipta þyrfti út leik­mönn­um með skömm­um fyr­ir­vara. 

Sama á við um bún­ing Hauks Þrast­ar­son­ar sem kallaður var inn í liðið í morg­un. Hauk­ur fór hins veg­ar út með ís­lenska landsliðinu 9. janú­ar og hef­ur verið viðbrags­stöðu að koma inn í liðið síðan HM hófst fyr­ir 10 dög­um. 

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert