Hefur ekki áhyggjur af Mikkel Hansen

Mikkel Hansen.
Mikkel Hansen. AFP

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, vísar á bug fréttum þess efnis að stórskyttan Mikkel Hansen hafi ekki gert upp við sig hvort hann ætli að vera með á HM í Egyptalandi sem hefst síðar í mánuðinum. 

Í dag var haft eftir Hansen í Politiken að enn gæti sú staða komið upp að hann gefi ekki kost á sér þegar að HM kemur.

Jacobsen segist í samtali við Ekstra Bladet ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Fyrst Mikkel Hansen hafi mætt þegar landsliðið kom saman til undirbúnings þá sé hann varla enn að velta þessu fyrir sér. Með því að taka þátt í undirbúningum sé ljóst að hann sé með hugann við verkefnið. Hins vegar finnst Jacobsen það afar líklegt að allir leikmenn liðsins hafi velt því fyrir sér hvort þeir verði ekki öruggir þegar til Egyptalands verður komið og mótið fer af stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka